Íslendingar bregðast við skjálftanum: „Ef þetta er ekki til að „kóróna“ allt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. mars 2020 12:00 Grindavík með fjallið Þorbjörn í baksýn. VÍSIR/ARNAR Jarðskjálfti upp á um fimm að stærð varð klukkan 10:26 nærri Grindavík í morgun. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum og hreinlega mjög margir Íslendingar eins og sjá má á umræðunni á samfélagsmiðlum. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason biður fólk um að fara vel með sig. „Jarðskjálfti rétt í þessu með auga fílsins í litgreiningu, fíllinn segir mér að heimspásan sé hafin. Apausalypse Now. Svarið við vánni er allsherjar pása og íhugun. Hreinar hendur og bók í einrúmi er besta vörnin. Farið vel með ykkur,“ skrifar hann á Facebook. Gunnhildur Grétarsdóttir skrifar þetta á facebook. „Ef þetta er ekki til að "kóróna" allt. Hélt að skrifborðið mitt tækist á loft !!!“ Skjálftinn fannst alla leið í Búðardal. Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir var vel sprittuð á leiðinni upp á flugvöll. Á leiðinni inn í Leifsstöð, marg sprittuð, og svo jarðskjálfti. Þetta er svoleiðis flott ástand — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) March 12, 2020 Það eina sem vantaði uppá heimsendastemninguna. Það eina sem vantaði upp á að fullkomna heimsendastemninguna var jarðskjálfti.— Halla Oddný (@hallatweets) March 12, 2020 Ekki nema níu mánuðir eftir af árinu. jææææja fer þessu ári ekki að ljúka— María Björk (@baragrin) March 12, 2020 Hér að neðan má sjá fleiri færslur. Jarðskjálfti, ófærð, enginn Birgir Bjarna og Emil Hallfreðs.... bara eldgos myndi Kóróna allt núna!— Maggi Peran (@maggiperan) March 12, 2020 Jarðskjálfti, ófærð, enginn Birgir Bjarna og Emil Hallfreðs.... bara eldgos myndi Kóróna allt núna!— Maggi Peran (@maggiperan) March 12, 2020 Ég er nett að fara að púlla Britney á þetta og skafa á mér hausinn.— Daníel Ólafsson (@DanniDeluxe) March 12, 2020 Þessar jarðhræringar í Grindavík ofan í COVID19 gefa okkur smjörþefinn af því hvernig stemmarinn var hér árið 1918 þegar spænska veikin og Kötlugos komu ofan í hvert annað.— Sigurgeir Jónasson (@sgeiri) March 12, 2020 Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bein útsending: Aukafréttatími klukkan 12 á Stöð 2 Óhætt er að segja að dagurinn sé tíðindamikill og miklir óvissutímar. 12. mars 2020 11:12 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira
Jarðskjálfti upp á um fimm að stærð varð klukkan 10:26 nærri Grindavík í morgun. Skjálftans varð víða vart á suðvesturhorninu og fannst meðal annars greinilega á höfuðborgarsvæðinu. Fréttastofu hafa borist ábendingar frá fólki víða á suðvesturhorninu. Dæmi eru um að fólk á Akranesi og jafnvel Búðardal hafi fundið fyrir skjálftanum. Íbúar í Njarðvík fundu mjög vel fyrir skjálftanum og hreinlega mjög margir Íslendingar eins og sjá má á umræðunni á samfélagsmiðlum. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason biður fólk um að fara vel með sig. „Jarðskjálfti rétt í þessu með auga fílsins í litgreiningu, fíllinn segir mér að heimspásan sé hafin. Apausalypse Now. Svarið við vánni er allsherjar pása og íhugun. Hreinar hendur og bók í einrúmi er besta vörnin. Farið vel með ykkur,“ skrifar hann á Facebook. Gunnhildur Grétarsdóttir skrifar þetta á facebook. „Ef þetta er ekki til að "kóróna" allt. Hélt að skrifborðið mitt tækist á loft !!!“ Skjálftinn fannst alla leið í Búðardal. Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir var vel sprittuð á leiðinni upp á flugvöll. Á leiðinni inn í Leifsstöð, marg sprittuð, og svo jarðskjálfti. Þetta er svoleiðis flott ástand — Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) March 12, 2020 Það eina sem vantaði uppá heimsendastemninguna. Það eina sem vantaði upp á að fullkomna heimsendastemninguna var jarðskjálfti.— Halla Oddný (@hallatweets) March 12, 2020 Ekki nema níu mánuðir eftir af árinu. jææææja fer þessu ári ekki að ljúka— María Björk (@baragrin) March 12, 2020 Hér að neðan má sjá fleiri færslur. Jarðskjálfti, ófærð, enginn Birgir Bjarna og Emil Hallfreðs.... bara eldgos myndi Kóróna allt núna!— Maggi Peran (@maggiperan) March 12, 2020 Jarðskjálfti, ófærð, enginn Birgir Bjarna og Emil Hallfreðs.... bara eldgos myndi Kóróna allt núna!— Maggi Peran (@maggiperan) March 12, 2020 Ég er nett að fara að púlla Britney á þetta og skafa á mér hausinn.— Daníel Ólafsson (@DanniDeluxe) March 12, 2020 Þessar jarðhræringar í Grindavík ofan í COVID19 gefa okkur smjörþefinn af því hvernig stemmarinn var hér árið 1918 þegar spænska veikin og Kötlugos komu ofan í hvert annað.— Sigurgeir Jónasson (@sgeiri) March 12, 2020
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bein útsending: Aukafréttatími klukkan 12 á Stöð 2 Óhætt er að segja að dagurinn sé tíðindamikill og miklir óvissutímar. 12. mars 2020 11:12 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Sjá meira
Bein útsending: Aukafréttatími klukkan 12 á Stöð 2 Óhætt er að segja að dagurinn sé tíðindamikill og miklir óvissutímar. 12. mars 2020 11:12