Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar með fjölmiðlum klukkan 14 í dag í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð.
Á fundinum fóru Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller, landlæknir yfir stöðu mála með tillti til COVID-19. Smit hér á landi eru orðin á annað hundrað.
Jafnframt ræddi María Mjöll Jónsdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins, um helstu vendingar erlendis og áhrif á íslenska ferðamenn.
Fundurinn var líkt og fyrri fundir í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 3. Upptaka af fundinum í heild sinni er aðgengileg hér að neðan. Þá má lesa allt það helsta sem fór fram á fundinum í vaktinni fyrir neðan spilarann.