Þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig þegar kemur að réttindum flugfarþega eftir ferðabann Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 17:18 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Vilhelm Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Breki segir þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. En þeir ætla líka að halda úti nokkrum flugleiðum hvar Íslendingum er meinað að stíga frá borði, ég veit ekki hvort þeim er meinað að fara um borð eða slíkt, en þá kemur til kasta ákvæða bæði í kredit- og debetkortaskilmálum og jafnvel heimilistryggingum hjá fólki,“ sagði Breki í Reykjavík síðdegis í dag og hélt áfram: „Þar segir í mörgum þeirra, þetta er ekki alveg eins orðað: Ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt þá ber að tryggja ferðina þannig að fólk getur í vissum tilfellum, í þeim tilfellum þar sem Icelandair flýgur áfram, þeir ætla til dæmis að halda áfram að fljúga til New York, ef fólk á miða með Icelandair til New York en kemst ekki um borð eða frá borði í New York þá á það rétt á, sé það með þessar ferðatryggingar eða heimilistryggingar, þá á það hugsanlega rétt á bótum svo ég tala nú í eins miklum viðtengingarhætti og ég get.“ Þá eigi fólk sem hafi keypt pakkaferð, flug og hótel af ferðaskrifstofu, rétt á fullum bótum frá ferðaskrifstofunni. „Það er að segja ef ferðaskrifstofan getur ekki uppfyllt ferðina, þetta er í rauninni að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir, ef ekki fleiri,“ sagði Breki. Wuhan-veiran Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að samtökin hafi fengið fjölmargar fyrirspurnir varðandi hver réttindi flugfarþega séu nú þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sett á ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna. Breki segir þetta ekki alveg klippt og skorið, ekki sé eitt svar fyrir alla. „Heldur er þetta misjafnt, það þarf að skoða nánast hvert tilfelli fyrir sig. En svona heilt yfir þá er það þannig að ef að flugferð er felld niður, það er ekki flogið eins og Icelandair er búið að lýsa yfir að þeir ætli að hætta með einhverjar flugferðir þá ber þeim að endurgreiða farþegunum flugmiðann. En þeir ætla líka að halda úti nokkrum flugleiðum hvar Íslendingum er meinað að stíga frá borði, ég veit ekki hvort þeim er meinað að fara um borð eða slíkt, en þá kemur til kasta ákvæða bæði í kredit- og debetkortaskilmálum og jafnvel heimilistryggingum hjá fólki,“ sagði Breki í Reykjavík síðdegis í dag og hélt áfram: „Þar segir í mörgum þeirra, þetta er ekki alveg eins orðað: Ef komið er í veg fyrir ferð vegna opinberra hafta er leiða af farsótt þá ber að tryggja ferðina þannig að fólk getur í vissum tilfellum, í þeim tilfellum þar sem Icelandair flýgur áfram, þeir ætla til dæmis að halda áfram að fljúga til New York, ef fólk á miða með Icelandair til New York en kemst ekki um borð eða frá borði í New York þá á það rétt á, sé það með þessar ferðatryggingar eða heimilistryggingar, þá á það hugsanlega rétt á bótum svo ég tala nú í eins miklum viðtengingarhætti og ég get.“ Þá eigi fólk sem hafi keypt pakkaferð, flug og hótel af ferðaskrifstofu, rétt á fullum bótum frá ferðaskrifstofunni. „Það er að segja ef ferðaskrifstofan getur ekki uppfyllt ferðina, þetta er í rauninni að minnsta kosti þrjár sviðsmyndir, ef ekki fleiri,“ sagði Breki.
Wuhan-veiran Icelandair Neytendur Fréttir af flugi Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira