Innlent

Svona var borgara­fundurinn vegna far­aldurs kórónu­veiru

Ritstjórn skrifar

Borgarafundur fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar með með forystufólki almannavarna, forsætisráðherra og seðlabankastjóra fór fram í kvöld. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi, en hægt er að horfa á hann neðar í þessari frétt.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir svöruðu spurningum í fyrri hluta þáttarins.

Í síðari hluta þáttarins mættu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.

Síðustu daga hefur fréttastofa tekið á móti fjölda spurninga frá lesendum er varða faraldur kórónuveirunnar sem voru bornar upp á fundinum. Í vaktinni hér að neðan er hægt að sjá samantekt á því helsta sem fór fram á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×