Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2020 11:23 Lögreglan segir auðvelt að búa til hlaup sem hægt er að móta í hin ýmsu form og setja hvað sem er í. Vísir/EPA Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum. Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum birti rétt í þessu færslu á Facebook þar sem fram kemur að tvær stúlkur, 13 og 14 ára, hefðu verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús á föstudagskvöld eftir að hafa innbyrt hlaupbangsa (e. gummy bears) sem innihéldu morfín og kannabisefni. Lögreglan sagði í samtali við Vísi að stúlkurnar væru nú komnar til síns heima, en þær voru útskrifaðar af sjúkrahúsi í gærmorgun. „Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni,“ segir í færslu lögreglu. Þá segir að foreldrar barnanna sem um ræðir hafi ítrekað spurt að því hvaðan þau hafi fengið efnin. Lögregla segir aðgengi að fíkniefnum greitt og að þeir sem viti hvernig skuli bera sig að geti orðið sér úti um slík efni á nokkrum mínútum. „Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem var sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.“ Lögreglan brýnir fyrir foreldrum að ræða mál sem þessi við börnin sín og fræða þau um þær hættur sem steðjað geta að þeim. Sá sem ritar færsluna fyrir hönd lögreglunnar fór sjálfur á stúfana og komst að því að auðvelt er að búa til hlaupbangsa eins og þá sem stúlkurnar innbyrtu, og steypa það í hvaða form sem er. „Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.“ Ekki nýtt en aldur stúlknanna áhyggjuefni Í samtali við Vísi segir lögregla að þekkt sé að fíkniefnum sé blandað í gúmmíbangsa eða sams konar sælgæti. Raunar sé um að ræða endalaus slagsmál við vindmylluna sem fíkniefnamarkaðurinn er. Það sem valdi hins vegar áhyggjum sé ungur aldur stúlknanna, 13 og 14 ára. Í öðrum málum séu þeir sem neyta efnanna ekki svo ungir. Lögreglan ítrekar að það sem foreldrar geti helst gert í málum sem þessum sé að koma umræðunni af stað, og upplýsa börn sín um þær hættur sem fylgt geta fíkniefnum.
Lögreglumál Fíkn Sælgæti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira