Með sex grill á pallinum: „Þetta er bara áhugamál og della“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. maí 2020 10:30 Alfreð fór vel yfir það hvernig maður grillar kjúkling í þættinum. Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru. Og síðasta æðið hans er að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill. Nei, á pallinn eru komin sex grill. Hann hefur vakið svo mikla athygli á Instagram fyrir eldamennsku að nú er hann kominn með sex þátta seríu, BBQ kóngurinn, sem fer af stað í þessari viku á Stöð 2. Í Íslandi í dag á Stöð2 á föstudagskvöldið hitti Sindri Sindrason Alfreð og fékk hann að smakka góða grillrétti sem Alfreð reiddi fram í bakgarðinum þar sem hann hefur sex grill til að vinna með. Hann á reyndar fleiri grill en á pallinum í dag er hann með sex stykki. „Ef ég finn eitthvað sniðugt á netinu, þá kaupi ég það,“ segir Alfreð um þennan rosalega grilláhuga. „Þetta er bara áhugamál og della. Ég er rosalegur dellukall og skipti um dellu á svona fjögurra ára fresti. Ég er búinn að vera í veiðidellu, bíladellu og skotveiðidellu.“ Hann segir að konan verði nokkuð stressuð þegar þau fara saman inn í Byko eða Bauhaus. „Þetta er svona svipað og þegar ég fer með henni í fatabúðir.“ Í þættinum á föstudaginn var farið vel yfir grillaðferðir Alfreðs og margt fleira eins og sjá má hér að neðan. Ísland í dag Matur BBQ kóngurinn Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru. Og síðasta æðið hans er að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill. Nei, á pallinn eru komin sex grill. Hann hefur vakið svo mikla athygli á Instagram fyrir eldamennsku að nú er hann kominn með sex þátta seríu, BBQ kóngurinn, sem fer af stað í þessari viku á Stöð 2. Í Íslandi í dag á Stöð2 á föstudagskvöldið hitti Sindri Sindrason Alfreð og fékk hann að smakka góða grillrétti sem Alfreð reiddi fram í bakgarðinum þar sem hann hefur sex grill til að vinna með. Hann á reyndar fleiri grill en á pallinum í dag er hann með sex stykki. „Ef ég finn eitthvað sniðugt á netinu, þá kaupi ég það,“ segir Alfreð um þennan rosalega grilláhuga. „Þetta er bara áhugamál og della. Ég er rosalegur dellukall og skipti um dellu á svona fjögurra ára fresti. Ég er búinn að vera í veiðidellu, bíladellu og skotveiðidellu.“ Hann segir að konan verði nokkuð stressuð þegar þau fara saman inn í Byko eða Bauhaus. „Þetta er svona svipað og þegar ég fer með henni í fatabúðir.“ Í þættinum á föstudaginn var farið vel yfir grillaðferðir Alfreðs og margt fleira eins og sjá má hér að neðan.
Ísland í dag Matur BBQ kóngurinn Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira