Alls hafa 128 manns greinst með kórónuveirusmit hér á landi. Langflestir hinna smituðu hafa komið frá skíðasvæðunum í Ölpunum eða er þá fólk sem þeim tengist.
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14.
Hann segir að færri smit hafi greinst síðastliðinn sólarhring en sólarhringnum þar á undan. Það sé þó viðbúið að fjöldi smita verði sveiflukenndur.
Þórólfur sagði að smitin nú tengist nú fleiri löndum – Sviss, Danmörku, Bretlandi. Í þremur tilvikum sé óljóst hvert rekja megi smitin.
Alls hafa verið tekin 1.230 sýni, og því séu um 10 prósent sýna jákvæð.