Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 08:04 Frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Fátt hefur verið um manninn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í morgun en strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku á hádegi að dönskum tíma. Flugferðir frá Íslandi til Kaupmannahafnar eru enn á áætlun en þeim sem hafa ekki gilda ástæðu til inngöngu verður vísað frá. Danska ríkisstjórnin tilkynnti um að hún ætlaði svo gott sem að loka landamærunum að landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveiruheimsfaraldursins í gær. Ferðabannið tekur gildi klukkan tólf að dönskum tíma, klukkan ellefu að íslenskum. Það gildir til 13. apríl. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia fór vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar í loftið um tuttugu mínútum á undan áætlun á áttunda tímanum í morgun. Seinni ferð flugfélagsins til Kaupmannahafnar um miðjan dag og ferð SAS fyrir hádegið eru enn sagðar á áætlun. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að skilningur félagsins sé að danskir ríkisborgarar komist ávallt inn í landið og sömuleiðis þeir sem búa eða vinna í Danmörku. Þó megi búast við töfum við landamæraeftirlit. Öðrum, sem ekki hafa gilda ástæðu til að koma til Danmerkur, verði vísað frá. Hamstra bjór og ropvatn á landamærunum Danska ríkisútvarpið DR segir að tómlegt hafi verið um að litast á Kastrup-flugvelli í morgun þrátt fyrir að ferðabannið væri þá ekki enn komið í gildi. Tíðindin af ferðabanninu urðu mörgum Dönum jafnframt tilefni til að streyma í Fleggaard, verslun á landamærunum að Þýskalandi, til að gera innkaup áður en landamærunum verður skellt í lás. „Við heyrðum jú að landamærunum yrði lokað í dag svo við hugsuðum að við yrðum að koma hingað niður eftir og fylla á með bjór og ropvatni. Þetta stendur jú yfir páska svo maður verður að fylla á birgðirnar,“ segir Lars Hansen, einn þeirra sem gerðu sér ferð til Fleggaard í gærkvöldi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Fátt hefur verið um manninn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í morgun en strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku á hádegi að dönskum tíma. Flugferðir frá Íslandi til Kaupmannahafnar eru enn á áætlun en þeim sem hafa ekki gilda ástæðu til inngöngu verður vísað frá. Danska ríkisstjórnin tilkynnti um að hún ætlaði svo gott sem að loka landamærunum að landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveiruheimsfaraldursins í gær. Ferðabannið tekur gildi klukkan tólf að dönskum tíma, klukkan ellefu að íslenskum. Það gildir til 13. apríl. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia fór vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar í loftið um tuttugu mínútum á undan áætlun á áttunda tímanum í morgun. Seinni ferð flugfélagsins til Kaupmannahafnar um miðjan dag og ferð SAS fyrir hádegið eru enn sagðar á áætlun. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að skilningur félagsins sé að danskir ríkisborgarar komist ávallt inn í landið og sömuleiðis þeir sem búa eða vinna í Danmörku. Þó megi búast við töfum við landamæraeftirlit. Öðrum, sem ekki hafa gilda ástæðu til að koma til Danmerkur, verði vísað frá. Hamstra bjór og ropvatn á landamærunum Danska ríkisútvarpið DR segir að tómlegt hafi verið um að litast á Kastrup-flugvelli í morgun þrátt fyrir að ferðabannið væri þá ekki enn komið í gildi. Tíðindin af ferðabanninu urðu mörgum Dönum jafnframt tilefni til að streyma í Fleggaard, verslun á landamærunum að Þýskalandi, til að gera innkaup áður en landamærunum verður skellt í lás. „Við heyrðum jú að landamærunum yrði lokað í dag svo við hugsuðum að við yrðum að koma hingað niður eftir og fylla á með bjór og ropvatni. Þetta stendur jú yfir páska svo maður verður að fylla á birgðirnar,“ segir Lars Hansen, einn þeirra sem gerðu sér ferð til Fleggaard í gærkvöldi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21