Skaðræðisfrumvarp dregur tennurnar úr upplýsingalögum Þórir Guðmundsson skrifar 27. maí 2020 08:00 Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Þórir Guðmundsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Upplýsingalög hafa þann yfirlýsta tilgang að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu. Þau hafa þó ýmsa annmarka og sá stærsti er að mikill dráttur getur orðið á afgreiðslu mála ef opinberar stofnanir neita að láta gögn af hendi. Algengur afgreiðslutími úrskurðarnefndar um upplýsingamál er sex mánuðir eða meir. Breytingar á lögunum í þá átt að stytta þennan tíma eru aðkallandi. Þetta benti fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á í fyrra, síðast þegar lögunum var breytt. Nú ætla stjórnvöld, þvert á móti, að bregða fæti fyrir upplýsingagjöfina með því að gefa einkaaðilum færi á að trufla hana og tefja, og skaða með því upplýsingarétt almennings. Það gera þau með frumvarpi um „réttarstöðu þriðja aðila,“ sem mun, ef það verður samþykkt, lengja afgreiðslutíma sumra mála enn meir. Þann 12. mars, í miðjum kórónuveirufaraldri, mælti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fyrir frumvarpinu á þingi. Strax þá komu upp spurningar um afgreiðslutímann og var fátt um svör. Úrskurðarnefnd varar við frumvarpinu Sjálf úrskurðarnefnd um upplýsingamál varar við því að frumvarpið nái óbreytt fram að ganga. Meðal annars sé hætt við að opinberir aðilar hafni beiðnum um upplýsingagjöf á grundvelli þess að hún útheimti of mikla vinnu, sem er undanþáguákvæði í núgildandi lögum. Nefndin er sjálfstæð en tilheyrir sama forsætisráðuneyti og lagði þetta óþurftarfrumvarp fram. Í umsögn um frumvarpsdrögin segist nefndin vera „uggandi yfir að tafir verði á meðferð gagnabeiðna“ og að hætta sé á að stjórnendur stofnana sem hafa beiðnir til afgreiðslu líti svo á að þeir þurfi að bera þær undir þriðja aðila „í hvert sinn sem þeir telja upplýsingar geta varðað einkahagsmuni.“ Dæmin sem úrskurðarnefndin tekur eru nánast hrollvekjandi. Í máli sem varðaði Ríkisútvarpið ohf hefði RÚV þurft að leita eftir afstöðu 120 aðila um skoðun á upplýsingabeiðninni. Í máli sem varðaði Matvælastofnun hefði þurft að hafa samband við hvern einasta sauðfjárbónda á landinu til að gefa honum kost á að gera athugasemdir. Almenningur má bíða þolinmóður Hinir svokölluðu þriðju aðilar geta ekki bara mótmælt, samkvæmt frumvarpinu; þeir geta skotið málum til dómstóla. Á meðan má almenningur bíða þolinmóður. Í lítilli stjórnsýslu er augljóst hver afleiðingin getur orðið: enn verður dregið úr mætti upplýsingalaga. Einstaklingar og fyrirtæki sem vilja koma í veg fyrir að fjölmiðlar og almenningur fái gögn frá opinberum aðilum geta spilað á kerfið og tafið mál nánast til eilífðar. Mikilvægt hlutverk fjölmiðla er að veita stjórnvöldum aðhald. Dæmi um slíkt aðhald er umræðan sem varð um stórfyrirtæki, sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda á sama tíma og þau skiluðu ágætum hagnaði og gátu jafnvel greitt eigendum sínum arð. Ímyndum okkur að frumvarpið um réttarstöðu þriðja aðila hefði verið komið í lög fyrr á árinu. Ímyndum okkur sömuleiðis að fjölmiðlar hefðu þurft að leita til úrskurðarnefndar um upplýsingamál til að fá að vita hvaða fyrirtæki hefðu nýtt sér hlutabótaleiðina. Þá hefði nefndin þurft að senda bréf til allra 6.320 fyrirtækjanna og vinna úr svörum þeirra. Hefði úrskurðurinn verið fjölmiðlum í hag þá hefði hvert og eitt þessara fyrirtækja getað skotið málinu til dómstóla. Loks þegar niðurstaða hefði fengist – að minnsta kosti eftir einhverja mánuði og hugsanlega eftir einhver ár – þá væri málið fyrir löngu úr sögunni og enginn þrýstingur lengur á viðkomandi fyrirtæki. Tilgangurinn að tefja? Og þar er komið að kjarna málsins. Tilgangur „þriðja aðila“ með kærum og dómstólameðferð er ekki endilega sá að komast að réttri niðurstöðu. Hann getur allt eins verið að tefja mál þar til þau eru orðin úrelt. Í þessu litla frumvarpi tekst forsætisráðherra sömuleiðis að leggja til að draga enn frekar tennurnar úr upplýsingalögum með undanþáguákvæði fyrir Framkvæmdasýslu ríkisins. Sú stofnun, sem stýrir verklegum framkvæmdum fyrir hönd ríkisins, á að fá sérstakt leyfi til að leyna gögnum með því að merkja þau sem vinnugögn umfram það sem aðrir geta gert. Einsýnt er að aðrar stofnanir munu sækjast eftir svona undanþágu líka og með því smám saman útvatna upplýsingalög. Frumvarpið er runnið undan rifjum Samtaka atvinnulífsins, sem að auki vilja að „þriðju aðilar“ fái tvær vikur en ekki bara eina til að mótmæla afhendingu gagna. Þá finnst samtökunum rétt að hver sem óskar eftir gögnum á grundvelli upplýsingalaga borgi fyrir viðvikið. Sú óforskammaða tillaga er áhugaverð vísbending um tilgang samtakanna með því að þrýsta á um frumvarpið. Augljóst er hvaða einkaaðilar hafa afl til að þvæla einstaka málum fyrir úrskurðarnefnd og síðar dómstóla verði frumvarpið að lögum. Það eru stærri fyrirtæki og fyrir þeim vakir ekki að styrkja upplýsingarétt almennings. Vonandi komast þingmenn fljótt að því hvers konar skaðræði þetta frumvarp er. Til lítils var barist fyrir opnari stjórnsýslu ef fyrirtæki geta brugðið fæti fyrir upplýsingagjöf hins opinbera og tafið hana þar til upplýsingarnar skipta ekki lengur máli. Höfundur er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun