Búið að sýna fram á fyrstu lygina hjá Michael Jordan í „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2020 10:30 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls í kringum þann tíma sem hann komst loksins í gegnum Detroit Pistons liðið. Getty/Focus Michael Jordan talaði um það í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei sagt það að hann vildi ekki Isiah Thomas í Draumaliðið í Barcelona 1992. Nú hefur gömul hljóðupptaka með Jordan komið fram í bandarískum fjölmiðlum. Jordan rifjar þar upp að hann hafi sagt það á sínum tíma að hann myndi ekki spila með Draumaliðinu ef Isiah Thomas yrði með í því liði. Mikið var gert úr því sem Jordan sagði um Isiah Thomas í „The Last Dance“ þáttunum og þá sérstaklega að hann væri enn brjálaður út í gamla Detriot Pistons manninn þrjátíu árum síðar. Maybe this will put an end to the lingering debate, reignited by ESPN s The Last Dance documentary, over whether Jordan refused to play for the 1992 U.S. Olympic Dream Team if Thomas were chosen. https://t.co/pTSOwofLb7— Post Sports (@PostSports) May 26, 2020 Valið á draumaliðinu fræga kom skömmu eftir leikinn sem gerði Jordan svona öskureiðan út í Isiah Thomas og félaga í Detriot Pistons. Thomas og stjörnur Detroit liðsins yfirgáfu þá leikinn áður en hann kláraðist og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir seríuna sem endaði 4-0 fyrir Bulls. Þetta var í fyrsta sinn sem Chicago Bulls tókst að komast í gegnum Detriot Pistons í úrslitakeppninni og nokkrum vikum seinna var Jordan orðinn NBA meistari í fyrsta sinn. Hljóðupptakan er kannski ekki alveg skýr en þar var Jordan að ræða við Jack McCallum sem skrifaði bókina „Dream Team“ sem kom út árið 2012. Upptakan er síðan 2011. McCallum hefur staðfest það að þetta sé upptakan og það sé þar rétt haft eftir Jordan. Blaðamaður Washington Post skrifaði upp það sem Jordan sagði í þessu viðtali. Audio of Michael Jordan admitting that he told Rod Thorn that he wouldn't play on Dream Team if Isiah Thomas was on the team pic.twitter.com/TXI27fRFhV— Viral Sports (@NotScTop10plays) May 25, 2020 „Rod Thorn [Yfirmaður valnefndar Ólympíuliðsins og maðurinn sem valdi Jordan í nýliðavalinu] hringdi í mig,“ sagði Jordan. „Ég sagði: Rod, ég spila ekki ef Isiah Thomas er í liðinu. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki: Veistu hvað. Chuck vill ekki hafa Isiah. Isiah verður því ekki í liðinu,“ rifjaði Michael Jordan upp í þessu níu ára gamla viðtali. Chuck er Chuck Daly, sem var ekki aðeins þjálfari bandaríska Ólympíuliðsins í Barcelona 1992 heldur einnig þjálfari Thomas hjá Detriot Pistons. Jordan sagði í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei nefnt Isiah Thomas á nafn þegar hann var spurður en Jordan sagði að það hefði verið allt önnur stemmning í liðinu hefði Thomas verið með í Barcelona 1992. NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira
Michael Jordan talaði um það í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei sagt það að hann vildi ekki Isiah Thomas í Draumaliðið í Barcelona 1992. Nú hefur gömul hljóðupptaka með Jordan komið fram í bandarískum fjölmiðlum. Jordan rifjar þar upp að hann hafi sagt það á sínum tíma að hann myndi ekki spila með Draumaliðinu ef Isiah Thomas yrði með í því liði. Mikið var gert úr því sem Jordan sagði um Isiah Thomas í „The Last Dance“ þáttunum og þá sérstaklega að hann væri enn brjálaður út í gamla Detriot Pistons manninn þrjátíu árum síðar. Maybe this will put an end to the lingering debate, reignited by ESPN s The Last Dance documentary, over whether Jordan refused to play for the 1992 U.S. Olympic Dream Team if Thomas were chosen. https://t.co/pTSOwofLb7— Post Sports (@PostSports) May 26, 2020 Valið á draumaliðinu fræga kom skömmu eftir leikinn sem gerði Jordan svona öskureiðan út í Isiah Thomas og félaga í Detriot Pistons. Thomas og stjörnur Detroit liðsins yfirgáfu þá leikinn áður en hann kláraðist og þökkuðu leikmönnum Chicago Bulls ekki fyrir seríuna sem endaði 4-0 fyrir Bulls. Þetta var í fyrsta sinn sem Chicago Bulls tókst að komast í gegnum Detriot Pistons í úrslitakeppninni og nokkrum vikum seinna var Jordan orðinn NBA meistari í fyrsta sinn. Hljóðupptakan er kannski ekki alveg skýr en þar var Jordan að ræða við Jack McCallum sem skrifaði bókina „Dream Team“ sem kom út árið 2012. Upptakan er síðan 2011. McCallum hefur staðfest það að þetta sé upptakan og það sé þar rétt haft eftir Jordan. Blaðamaður Washington Post skrifaði upp það sem Jordan sagði í þessu viðtali. Audio of Michael Jordan admitting that he told Rod Thorn that he wouldn't play on Dream Team if Isiah Thomas was on the team pic.twitter.com/TXI27fRFhV— Viral Sports (@NotScTop10plays) May 25, 2020 „Rod Thorn [Yfirmaður valnefndar Ólympíuliðsins og maðurinn sem valdi Jordan í nýliðavalinu] hringdi í mig,“ sagði Jordan. „Ég sagði: Rod, ég spila ekki ef Isiah Thomas er í liðinu. Hann fullvissaði mig um að svo væri ekki: Veistu hvað. Chuck vill ekki hafa Isiah. Isiah verður því ekki í liðinu,“ rifjaði Michael Jordan upp í þessu níu ára gamla viðtali. Chuck er Chuck Daly, sem var ekki aðeins þjálfari bandaríska Ólympíuliðsins í Barcelona 1992 heldur einnig þjálfari Thomas hjá Detriot Pistons. Jordan sagði í „The Last Dance“ að hann hafi aldrei nefnt Isiah Thomas á nafn þegar hann var spurður en Jordan sagði að það hefði verið allt önnur stemmning í liðinu hefði Thomas verið með í Barcelona 1992.
NBA Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Sjá meira