Fjórir handteknir með aðstoð nýja lögreglubílsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 17:00 Nýr landamæraeftirlitsbíll Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var afhentur í upphafi mánaðar. vísir/JKJ Lögreglan segist hafa handtekið fjóra karlmenn á byggingasvæði í Garðabæ í gær vegna gruns um að vegabréf þeirra væru fölsuð. Nýr landamæraeftirlitsbíll er sagður hafa komið að góðum notum. Í orðsendingu lögreglunnar segir að grunur leiki á að mennirnir, sem allir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar, hafi fengið skráningu á grundvelli falsaðra vegabréfa og hafi því ekki tilskilin leyfi til að starfa hér á landi. Þeir hafi verið færðir á lögreglustöð og yfirheyrðir. Lögreglan segist jafnframt hafa ráðist í húsleit vegna málsins þar sem hún á að hafa fundið fölsuð vegabréf. Mönnunum er nú gert að sæta svokallaðri tilkynningaskyldu, auk þess sem Útlendingastofnun á að hafa verið upplýst um málið. Þá eiga einnig að hafa verið höfð afskipti af tveimur hælisleitendum sem lögreglan segir að hafi ekki haft heimild til vinnu. Landamærabíllinn bjóði upp á vinnustaðaeftirlit Við aðgerðirnar í gær segist lögreglan hafa notað nýja bifreið sem er einkum ætluð fyrir landamæraeftirlit á höfuðborgarsvæðinu og er búin tækjum til þess. Þar á meðal tæki til að skoða og sannreyna skilríki. Bíllinn og búnaðurinn eru til kominn vegna athugasemda Evrópusambandsins um að embættið uppfyllti ekki skilyrði í Schengen-samstarfinu. Í bílnum er meðal annars vegabréfaskanni sem er tengdur við Schengen-upplýsingakerfið og Interpol. Þar að auki býður hann upp á vinnustaðaeftirlit eins og það sem framkvæmt var í Garðabæ í gær. „Skoðað verkamenn og skilríki þeirra í sérstökum búnaði í bílnum og fundið út hvort þeir séu sem þeir segjast vera,“ sagði Jón Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu þegar bíllinn kom til landsins þann 8. maí síðastliðinn. Hælisleitendur Lögreglumál Garðabær Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Lögreglan segist hafa handtekið fjóra karlmenn á byggingasvæði í Garðabæ í gær vegna gruns um að vegabréf þeirra væru fölsuð. Nýr landamæraeftirlitsbíll er sagður hafa komið að góðum notum. Í orðsendingu lögreglunnar segir að grunur leiki á að mennirnir, sem allir eru sagðir vera erlendir ríkisborgarar, hafi fengið skráningu á grundvelli falsaðra vegabréfa og hafi því ekki tilskilin leyfi til að starfa hér á landi. Þeir hafi verið færðir á lögreglustöð og yfirheyrðir. Lögreglan segist jafnframt hafa ráðist í húsleit vegna málsins þar sem hún á að hafa fundið fölsuð vegabréf. Mönnunum er nú gert að sæta svokallaðri tilkynningaskyldu, auk þess sem Útlendingastofnun á að hafa verið upplýst um málið. Þá eiga einnig að hafa verið höfð afskipti af tveimur hælisleitendum sem lögreglan segir að hafi ekki haft heimild til vinnu. Landamærabíllinn bjóði upp á vinnustaðaeftirlit Við aðgerðirnar í gær segist lögreglan hafa notað nýja bifreið sem er einkum ætluð fyrir landamæraeftirlit á höfuðborgarsvæðinu og er búin tækjum til þess. Þar á meðal tæki til að skoða og sannreyna skilríki. Bíllinn og búnaðurinn eru til kominn vegna athugasemda Evrópusambandsins um að embættið uppfyllti ekki skilyrði í Schengen-samstarfinu. Í bílnum er meðal annars vegabréfaskanni sem er tengdur við Schengen-upplýsingakerfið og Interpol. Þar að auki býður hann upp á vinnustaðaeftirlit eins og það sem framkvæmt var í Garðabæ í gær. „Skoðað verkamenn og skilríki þeirra í sérstökum búnaði í bílnum og fundið út hvort þeir séu sem þeir segjast vera,“ sagði Jón Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu þegar bíllinn kom til landsins þann 8. maí síðastliðinn.
Hælisleitendur Lögreglumál Garðabær Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira