Mál Elínar og Sigurjóns fara aftur fyrir Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2020 18:50 Mál þeirra Elínar Sigfúsdóttur og Sigurjóns Þ. Árnasonar munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“ Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“
Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45
Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15