Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út klukkan hálfátta í kvöld vegna elds á svölum á þriðju hæð í fjölbýli við Skúlagötu í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra var um að ræða eld í grilli sem var svolítið mikill og var búinn læsa sig í timburklæðningu utan á húsinu.
Allar stöðvar voru sendar á staðinn en þrjár stöðvar sinna nú slökkvistörfum Búið er að slá á eldinn að mestu og ná tökum á honum og ætti slökkvistarf ekki að taka langan tíma til viðbótar að sögn varðstjóra.
Þá reyndist ekki þörf á að rýma fjölbýlishúsið vegna eldsins þar sem hann var utandyra.