Heilbrigðisþjónusta ríkisrekin og ekki ríkisrekin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. maí 2020 18:30 Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun