Minnst tuttugu látnir í árás á nautgripamarkað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 14:52 Vígamenn hafa iðulega beint spjótum sínum að skólum í Búrkína Fasó. Getty/Xavier Rossi Minnst tuttugu hafa verið drepnir í austurhluta Búrkína Fasó í árás sem gerð var á nautgripamarkað í bænum Kompienga. Árásarmennirnir sem voru vopnaðir byssum keyrðu inn á markaðinn á mótorhjólum og hófu að skjóta fólk á færi. Ekki er vitað hver stendur baki árásinni. Mikil aukning hefur verið í árásum öfgatrúarmanna og átökum milli vígahópa í Búrkína Fasó síðustu mánuði. Hundruð þúsunda hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna ofbeldisins. Á föstudag létust minnst 15 í árás á bílalest verslunarmanna í norðurhluta landsins nærri Malí. Talið er að árásarmennirnir séu hluti af íslömskum öfgahópi. Yfirvöld kenna „hryðjuverkamönnum“ um árásina, en það orð er yfirleitt notað í Búrkína Fasó þegar talað er um al-Qaeda og hryðjuverkahópinn sem kennir sig við Íslamska ríkið. Viðvera hryðjuverkahópanna tveggja hefur aukist verulega í landinu síðustu ár. Þrátt fyrir að yfirvöld hafi reglulega haldið því fram að hryðjuverkahóparnir hafi verið brotnir á bak aftur hefur óstöðugleiki í norður- og austurhluta landsins aukist gríðarlega. Vígamenn hafa iðulega beint spjótum sínum að skólum og hafa 300 þúsund börn í landinu neyðst til að hætta skólagöngu vegna þess. Búrkína Fasó Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Minnst tuttugu hafa verið drepnir í austurhluta Búrkína Fasó í árás sem gerð var á nautgripamarkað í bænum Kompienga. Árásarmennirnir sem voru vopnaðir byssum keyrðu inn á markaðinn á mótorhjólum og hófu að skjóta fólk á færi. Ekki er vitað hver stendur baki árásinni. Mikil aukning hefur verið í árásum öfgatrúarmanna og átökum milli vígahópa í Búrkína Fasó síðustu mánuði. Hundruð þúsunda hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna ofbeldisins. Á föstudag létust minnst 15 í árás á bílalest verslunarmanna í norðurhluta landsins nærri Malí. Talið er að árásarmennirnir séu hluti af íslömskum öfgahópi. Yfirvöld kenna „hryðjuverkamönnum“ um árásina, en það orð er yfirleitt notað í Búrkína Fasó þegar talað er um al-Qaeda og hryðjuverkahópinn sem kennir sig við Íslamska ríkið. Viðvera hryðjuverkahópanna tveggja hefur aukist verulega í landinu síðustu ár. Þrátt fyrir að yfirvöld hafi reglulega haldið því fram að hryðjuverkahóparnir hafi verið brotnir á bak aftur hefur óstöðugleiki í norður- og austurhluta landsins aukist gríðarlega. Vígamenn hafa iðulega beint spjótum sínum að skólum og hafa 300 þúsund börn í landinu neyðst til að hætta skólagöngu vegna þess.
Búrkína Fasó Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira