Ræktar 150 tonn af grænmeti á ári í 300 fermetrum Stefán Árni Pálsson skrifar 3. júní 2020 10:29 Andri stofnaði fyrirtækið fyrir þremur árum. Andri Björn Gunnarsson er grænmetisbóndi af þeirri gerð sem fáir Íslendingar hafa heyrt um áður en hann starfrækir fyrirtækið Hárækt sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði eða Vertical Farming eins og það er kallað úti í hinum stóra heimi. Lóðréttur landbúnaður er, í stuttu máli, hátæknileg innandyraræktun í fullkomlega stýrðu umhverfi, þar sem ekki er notast við neitt sólarljós, og ræktað er upp á við í hillum. Andri kom eins og stormur inn á markaðinn í fyrra en þá fór hann að selja salat og annað grænmeti undir vörumerkinu Vaxa inn á veitingastaði og í matvöruverslanir. Nú er gróðurhúsið komið í fulla afkastagetu og er óhætt að segja að reynslan af því hafi verið mjög góð til þessa en Frosti Logason heimsótti Andra á dögunum og fékk hann til að segja sér betur frá helstu kostum þessarar framleiðslu. Nýta alla möguleika „Þetta snýst í raun um að nýta alla möguleika eins vel og hægt er. Að framleiða mikinn mat á litlu landsvæði nálægt markaðnum og nýta orku, vatn og allt annað sem þarf eins vel og hægt er,“ segir Andri Björn stofnandi Vaxa. Ræktar vörurnar í 600 fermetra húsi. „Ísland er með kjöraðstæður fyrir þetta. Við erum með hreina orku, hreint vatn og nóg af landi. Ef þú horfir sögulega á landbúnað þá stýrist hann mjög mikið af þessum ytri þáttum eins og árstíðum, veðri eða plöntusjúkdómum eða einhverskonar pestum. Með því að stýra öllum þáttum alltaf hérna inni þá gerir það að verkum að þú getur búið til sömu gæði alltaf. Fyrir mér er þetta bylting í landbúnaði, að geta boðið upp á þetta.“ Enda segir Andri kúnnana sína hafa verið gríðarlega ánægða með þær vörur sem Vaxa hefur framleitt til þessa en fyrirtækið er líka í stöðugri vöruþróun þar sem aukið úrval fyrir íslenska neytendur hefur alltaf verið eitt af aðal markmiðum þess. „Ég myndi segja að miðað við viðtökurnar og það sem við höfum heyrt um vöruna að þetta er ofboðslega mikil gæðavara. Með því að stýra öllu ferlinum þá nást fram alveg ofboðslega mikil gæði hvað varðar bragð, áferð og endingartíma sérstaklega.“ 150 tonn á ári Einmitt það, en eitthvað hlýtur svona hátæknigróðurhús að kosta, menn spyrja sig því eðlilega, er þetta virkilega hagkvæmara heldur en hefðbundin grænmetisrækt og skyldi þetta vera framtíðin í íslenskum landbúnaði? „Ég er sannfærður um það. Þetta er eins og með margt sem er nýtt, það kostar aðeins meira til að byrja með en við höfum núna séð það, sérstaklega nýlega, hvað það er mikilvægt að við búum til okkar eigin mat og séum ekki alveg háð innflutningi. Til að setja þetta í samhengi þá er landsvæðið sem okkar ræktun fer fram á um þrjú hundruð fermetrar og á þessum þrjú hundruð fermetrum getum við ræktað um 150 tonn af grænmeti á ársgrundvelli. Þetta er um tíu sinnum meira en í hefðbundnu gróðurhúsi og hundrað sinnum meira en úti á akri þar sem þú ert háður ytri aðstæðum eins og árstíðum og veðurfari.“ Og samkvæmt Andra ætti hver sem er að geta farið út í svona rekstur því hann sjálfur hafði ekki hundsvit á landbúnaði þegar hann byrjaði og gat raunar ekki haldið lífi í pottablómi heima í stofu þegar hann fór fyrst af stað. En hvernig datt honum þessi hugmynd þá í hug? „Eins og margar góðar hugmyndir, kom þessu í spjalli yfir bjór með vinunum. Ég var nýfluttur til landsins og var að leita mér að einhverju til að gera og hafði dreymt um að vera með minn eigin rekstur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Landbúnaður Ísland í dag Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Andri Björn Gunnarsson er grænmetisbóndi af þeirri gerð sem fáir Íslendingar hafa heyrt um áður en hann starfrækir fyrirtækið Hárækt sem sérhæfir sig í lóðréttum landbúnaði eða Vertical Farming eins og það er kallað úti í hinum stóra heimi. Lóðréttur landbúnaður er, í stuttu máli, hátæknileg innandyraræktun í fullkomlega stýrðu umhverfi, þar sem ekki er notast við neitt sólarljós, og ræktað er upp á við í hillum. Andri kom eins og stormur inn á markaðinn í fyrra en þá fór hann að selja salat og annað grænmeti undir vörumerkinu Vaxa inn á veitingastaði og í matvöruverslanir. Nú er gróðurhúsið komið í fulla afkastagetu og er óhætt að segja að reynslan af því hafi verið mjög góð til þessa en Frosti Logason heimsótti Andra á dögunum og fékk hann til að segja sér betur frá helstu kostum þessarar framleiðslu. Nýta alla möguleika „Þetta snýst í raun um að nýta alla möguleika eins vel og hægt er. Að framleiða mikinn mat á litlu landsvæði nálægt markaðnum og nýta orku, vatn og allt annað sem þarf eins vel og hægt er,“ segir Andri Björn stofnandi Vaxa. Ræktar vörurnar í 600 fermetra húsi. „Ísland er með kjöraðstæður fyrir þetta. Við erum með hreina orku, hreint vatn og nóg af landi. Ef þú horfir sögulega á landbúnað þá stýrist hann mjög mikið af þessum ytri þáttum eins og árstíðum, veðri eða plöntusjúkdómum eða einhverskonar pestum. Með því að stýra öllum þáttum alltaf hérna inni þá gerir það að verkum að þú getur búið til sömu gæði alltaf. Fyrir mér er þetta bylting í landbúnaði, að geta boðið upp á þetta.“ Enda segir Andri kúnnana sína hafa verið gríðarlega ánægða með þær vörur sem Vaxa hefur framleitt til þessa en fyrirtækið er líka í stöðugri vöruþróun þar sem aukið úrval fyrir íslenska neytendur hefur alltaf verið eitt af aðal markmiðum þess. „Ég myndi segja að miðað við viðtökurnar og það sem við höfum heyrt um vöruna að þetta er ofboðslega mikil gæðavara. Með því að stýra öllu ferlinum þá nást fram alveg ofboðslega mikil gæði hvað varðar bragð, áferð og endingartíma sérstaklega.“ 150 tonn á ári Einmitt það, en eitthvað hlýtur svona hátæknigróðurhús að kosta, menn spyrja sig því eðlilega, er þetta virkilega hagkvæmara heldur en hefðbundin grænmetisrækt og skyldi þetta vera framtíðin í íslenskum landbúnaði? „Ég er sannfærður um það. Þetta er eins og með margt sem er nýtt, það kostar aðeins meira til að byrja með en við höfum núna séð það, sérstaklega nýlega, hvað það er mikilvægt að við búum til okkar eigin mat og séum ekki alveg háð innflutningi. Til að setja þetta í samhengi þá er landsvæðið sem okkar ræktun fer fram á um þrjú hundruð fermetrar og á þessum þrjú hundruð fermetrum getum við ræktað um 150 tonn af grænmeti á ársgrundvelli. Þetta er um tíu sinnum meira en í hefðbundnu gróðurhúsi og hundrað sinnum meira en úti á akri þar sem þú ert háður ytri aðstæðum eins og árstíðum og veðurfari.“ Og samkvæmt Andra ætti hver sem er að geta farið út í svona rekstur því hann sjálfur hafði ekki hundsvit á landbúnaði þegar hann byrjaði og gat raunar ekki haldið lífi í pottablómi heima í stofu þegar hann fór fyrst af stað. En hvernig datt honum þessi hugmynd þá í hug? „Eins og margar góðar hugmyndir, kom þessu í spjalli yfir bjór með vinunum. Ég var nýfluttur til landsins og var að leita mér að einhverju til að gera og hafði dreymt um að vera með minn eigin rekstur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Landbúnaður Ísland í dag Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira