Urðu 5 hænur að 100 í Kastljósi!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 4. júní 2020 15:00 Margir horfðu á Kastljós miðvikudaginn 27. maí, þar sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður, ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar (IE), um framlag fyrirtækisins til Covid-19 skimana síðustu tvo mánuði og möguleikann á því, að IE kæmi líka að skimunum í sambandi við komu ferðamanna frá miðjum júni. Að vanda var Kári skemmtilegur í tali og látbragði, hnittinn og orðhvatur, en fyrir undirritaðan vantaði þó nokkuð á, að málflutningur sjarmörsins næði trúverðugu eða sannfærandi stigi, og, það sem verra var: Tölur um þá fjármuni, sem IE á að hafa fært inn í íslenzkt samfélag, síðustu tvo mánuði, virðast út í hött. Aðspurður sagði Kári, að kostnaður við eina Covid-19 skimun væri 3.000 til 4.000 krónur. Þegar nánar var farið út í kostnað við skimun ferðamanna, var svar Kára það, að, ef kaupa ætti tæki og afskrifa á einu ári og skima 500 manns á dag, yrði sá kostnaður 1,7 milljón, en það jafngildir 3.400 krónum á mann/skimun. Nokkru seinna í viðtalinu, sagði svo Kári þetta orðrétt:“...ég hugsa, að kostnaðurinn við það, sem við gerðum á þessum síðustu tveimur mánuðum, sé svona 3 milljarðar, sem við færðum inn í þetta samfélag“. Heyrði ég þetta rétt!? Fyrir lá, að ÍE hefði framkvæmt um 40.000 skimanir á því tímabili, sem um ræðir, og miðað við kostnað upp á 3.400 krónur á skimun, væri heildarkostnaðurinn við þessar 40.000 skimanir, 136 milljónir króna, en ekki 3 milljarðar! Er munur á þessum tölum ekki minni en 20-faldur! Hér virðist vísindamanninum óhressa hafa orðið illilega á í messunni, eflaust óvart, þó að það sé vart skiljanlegt. Svo stór virðist þessi villa. Ég lagði þessar tölur fyrir forstjórann, áður en ég setti þessa grein á pappír, bað um skýringar, taldi mig kannske hafa misskilið eitthvað, en fékk engin svör. Auðvitað er það líka stórt og glæsilegt framlag til íslenzks samfélags, að IE skuli hafa skimað landsmenn fyrir 136 milljónir króna án greiðslu, en er þetta góðvilji einn og elska IE - eða öllu heldur eiganda þeirra, Amgen í USA, Kári virðist ekkert eiga í IE - á íslenzku samfélagi? Það væri þó ansi mikil og óvenjuleg væntumþykja! Hangir kannske eitthvað fleira á spýtunni? T.a.m. víðtækur aðgangur IE að fjölmörgum og mismunandi lífsýnum, sem styrkja kann lífsýnabanka IE, eftir því sem heimildir leyfa, og gagnast mun IE, eða eiganda þeirra, ef ekki báðum, í starfsemi þeirra og tekjuöflun? Kannske eru menn hér að slá tvær flugur í einu höggi, sem kann að vera í lagi, en æskilegt er þá, að skýrt sé frá þessum málum með opnum og heiðarlegum hætti; gagnsæis gætt. Það fer fremur illa í undirritaðan, að menn slái sig 20-falt til riddara vegna framlags til íslenzks samfélags, ekki sízt, ef framlagið tryggir þeim sjálfum verulega hagsmuni í leiðinni, en Amgen er á NASDAQ hlutabréfamarkaði og sækir auðvitað í hagnað og góða afkomu með flestum tiltækjum ráðum. Er að mati undirritaðs fremur ósennilegt, að þeir skenki eyjaskeggjum, hér norður í Dumbshafi, hundruð miljóna af gjafmildi og hlýjum hug einu saman. Venjulega er tilgangur svona fyrirtækja, að afla sem mests hagnaðar og gróða, til að styrkja hlutabréf og verðmæti félagsins, enda er það eðlilegt, í lagi og ekkert við því að segja. H.C. Andersen skrifaði dæmisögu um ýktan og uppblásinn söguburð, þar sem 1 fjöður var gerð að 5 hænum. Ég fæ ekki betur séð, en að forstjóri IE hafi gert 5 hænur að 100 í Kastljósi 27. maí. Nú kann fólki að finnast, að hér sé óvægilega vegið að góðum og merkum vísindamanni og skemmtilegum fýr, en til þess má þá hugsa, að sá, sem í hlut á, tekur sjálfur ekki alltaf á öðrum með silkihönzkum. Er skemmst að minnast þess, að vísindamaðurinn líkti heilbrigðisráðherra við hrokafulla 10 ára stelpu í nefndu Kastljósi. Nú í gær og í fyrradag komu fram nýjar upplýsingar um kostnað við skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Það er vitaskuld mun flóknara ferli, en það, sem Kári vitnaði í, í sínu 3ja milljarða tali. Kom fram, að þessar ferðamannaskimanir myndu kosta 160 milljónir króna, en þá var miðað við 500 manns á dag í 14 daga. Það jafngildir því, að kostnaður við hvert sýni sé 23.000 krónur. Jafnvel þó að sú fjárhæð sé lögð til grundvallar, þegar „framlag IE inn í þetta samfélag“ er reiknað - sem Kári gerði ekki, hann var með sínar tölur, eins og að framan greinir - þá væri heildarkostnaður við skimanir IE síðustu 2 mánuði ekki 3 milljarðar, eins og forstjórinn nefndi, laufléttur í bragði, heldur 0,9 milljarður. Kári er áberandi í opinberri umræðu, vinsæll og dáður af mörgum, og, hygg ég, að margir trúi á hann og treysti með margt. Er það að sumu leyti maklegt, Kári hefur ýmislegt gott og gagnlegt gert fyrir íslenzkt samfélag. Það breytir þó ekki því, að hann verður að hafa rétt við og halda sig innan ramma þess, sem satt er og rétt, eða leiðrétta það ella. Er kvöðin á honum kannske meiri, en á mörgum öðrum, vegna stöðu hans og framsækni. Ef forstjórinn fasmikli telur, að hér sé hallað réttu máli, hefur hann greiðan aðgang að fjölmiðlum til að útskýra sitt mál eða leiðrétta það, sem hann kann að telja rangtúlkað eða rangfært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Margir horfðu á Kastljós miðvikudaginn 27. maí, þar sem Einar Þorsteinsson, fréttamaður, ræddi við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar (IE), um framlag fyrirtækisins til Covid-19 skimana síðustu tvo mánuði og möguleikann á því, að IE kæmi líka að skimunum í sambandi við komu ferðamanna frá miðjum júni. Að vanda var Kári skemmtilegur í tali og látbragði, hnittinn og orðhvatur, en fyrir undirritaðan vantaði þó nokkuð á, að málflutningur sjarmörsins næði trúverðugu eða sannfærandi stigi, og, það sem verra var: Tölur um þá fjármuni, sem IE á að hafa fært inn í íslenzkt samfélag, síðustu tvo mánuði, virðast út í hött. Aðspurður sagði Kári, að kostnaður við eina Covid-19 skimun væri 3.000 til 4.000 krónur. Þegar nánar var farið út í kostnað við skimun ferðamanna, var svar Kára það, að, ef kaupa ætti tæki og afskrifa á einu ári og skima 500 manns á dag, yrði sá kostnaður 1,7 milljón, en það jafngildir 3.400 krónum á mann/skimun. Nokkru seinna í viðtalinu, sagði svo Kári þetta orðrétt:“...ég hugsa, að kostnaðurinn við það, sem við gerðum á þessum síðustu tveimur mánuðum, sé svona 3 milljarðar, sem við færðum inn í þetta samfélag“. Heyrði ég þetta rétt!? Fyrir lá, að ÍE hefði framkvæmt um 40.000 skimanir á því tímabili, sem um ræðir, og miðað við kostnað upp á 3.400 krónur á skimun, væri heildarkostnaðurinn við þessar 40.000 skimanir, 136 milljónir króna, en ekki 3 milljarðar! Er munur á þessum tölum ekki minni en 20-faldur! Hér virðist vísindamanninum óhressa hafa orðið illilega á í messunni, eflaust óvart, þó að það sé vart skiljanlegt. Svo stór virðist þessi villa. Ég lagði þessar tölur fyrir forstjórann, áður en ég setti þessa grein á pappír, bað um skýringar, taldi mig kannske hafa misskilið eitthvað, en fékk engin svör. Auðvitað er það líka stórt og glæsilegt framlag til íslenzks samfélags, að IE skuli hafa skimað landsmenn fyrir 136 milljónir króna án greiðslu, en er þetta góðvilji einn og elska IE - eða öllu heldur eiganda þeirra, Amgen í USA, Kári virðist ekkert eiga í IE - á íslenzku samfélagi? Það væri þó ansi mikil og óvenjuleg væntumþykja! Hangir kannske eitthvað fleira á spýtunni? T.a.m. víðtækur aðgangur IE að fjölmörgum og mismunandi lífsýnum, sem styrkja kann lífsýnabanka IE, eftir því sem heimildir leyfa, og gagnast mun IE, eða eiganda þeirra, ef ekki báðum, í starfsemi þeirra og tekjuöflun? Kannske eru menn hér að slá tvær flugur í einu höggi, sem kann að vera í lagi, en æskilegt er þá, að skýrt sé frá þessum málum með opnum og heiðarlegum hætti; gagnsæis gætt. Það fer fremur illa í undirritaðan, að menn slái sig 20-falt til riddara vegna framlags til íslenzks samfélags, ekki sízt, ef framlagið tryggir þeim sjálfum verulega hagsmuni í leiðinni, en Amgen er á NASDAQ hlutabréfamarkaði og sækir auðvitað í hagnað og góða afkomu með flestum tiltækjum ráðum. Er að mati undirritaðs fremur ósennilegt, að þeir skenki eyjaskeggjum, hér norður í Dumbshafi, hundruð miljóna af gjafmildi og hlýjum hug einu saman. Venjulega er tilgangur svona fyrirtækja, að afla sem mests hagnaðar og gróða, til að styrkja hlutabréf og verðmæti félagsins, enda er það eðlilegt, í lagi og ekkert við því að segja. H.C. Andersen skrifaði dæmisögu um ýktan og uppblásinn söguburð, þar sem 1 fjöður var gerð að 5 hænum. Ég fæ ekki betur séð, en að forstjóri IE hafi gert 5 hænur að 100 í Kastljósi 27. maí. Nú kann fólki að finnast, að hér sé óvægilega vegið að góðum og merkum vísindamanni og skemmtilegum fýr, en til þess má þá hugsa, að sá, sem í hlut á, tekur sjálfur ekki alltaf á öðrum með silkihönzkum. Er skemmst að minnast þess, að vísindamaðurinn líkti heilbrigðisráðherra við hrokafulla 10 ára stelpu í nefndu Kastljósi. Nú í gær og í fyrradag komu fram nýjar upplýsingar um kostnað við skimun ferðamanna á Keflavíkurflugvelli. Það er vitaskuld mun flóknara ferli, en það, sem Kári vitnaði í, í sínu 3ja milljarða tali. Kom fram, að þessar ferðamannaskimanir myndu kosta 160 milljónir króna, en þá var miðað við 500 manns á dag í 14 daga. Það jafngildir því, að kostnaður við hvert sýni sé 23.000 krónur. Jafnvel þó að sú fjárhæð sé lögð til grundvallar, þegar „framlag IE inn í þetta samfélag“ er reiknað - sem Kári gerði ekki, hann var með sínar tölur, eins og að framan greinir - þá væri heildarkostnaður við skimanir IE síðustu 2 mánuði ekki 3 milljarðar, eins og forstjórinn nefndi, laufléttur í bragði, heldur 0,9 milljarður. Kári er áberandi í opinberri umræðu, vinsæll og dáður af mörgum, og, hygg ég, að margir trúi á hann og treysti með margt. Er það að sumu leyti maklegt, Kári hefur ýmislegt gott og gagnlegt gert fyrir íslenzkt samfélag. Það breytir þó ekki því, að hann verður að hafa rétt við og halda sig innan ramma þess, sem satt er og rétt, eða leiðrétta það ella. Er kvöðin á honum kannske meiri, en á mörgum öðrum, vegna stöðu hans og framsækni. Ef forstjórinn fasmikli telur, að hér sé hallað réttu máli, hefur hann greiðan aðgang að fjölmiðlum til að útskýra sitt mál eða leiðrétta það, sem hann kann að telja rangtúlkað eða rangfært.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar