Gerir ekki ráð fyrir að frumvarp um inneignarnótur verði afgreitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 18:42 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur nú blasa við að frumvarp hennar um inneignarnótur frá ferðaskrifstofum hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi. Hún gerir ekki ráð fyrir að það verði afgreitt. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í aðgerðapakka íslensku ríkisstjórnarinnar í lok apríl síðastliðinn voru kynntar hugmyndir um að ferðaskrifstofur mættu veita viðskiptavinum inneign vegna ferða sem aflýsa þurfti vegna faraldurs kórónuveiru. Frumvarp ferðamálaráðherra þess efnis liggur nú inni í nefnd. Þórdís bendir á í færslu sinni að danska ríkisstjórnin sé hætt við að leyfa ferðaskrifstofum að endurgreiða viðskiptavinum með inneignarnótum. Ákvörðun um þetta hafi verið kynnt með vísan til afstöðu Evrópusambandsins. Þá segir Þórdís að viðbúið hefði verið að frumvarpið sem hún lagði fram á þingi yrði umdeilt, sem það var. Mögulega hefði verið hægt að koma til móts við báðar hliða rmálsins, þ.e. rétt neytenda og ferðaskrifstofa, „á kostnað skattgreiðenda, með því að aflétta ekki bara skyldunni um endurgreiðslu í peningum af fyrirtækjunum heldur innleiða samtímis ríkisábyrgð á kröfum neytenda. Niðurstaðan var að gera það ekki,“ segir Þórdís. „Mér sýnist nú ljóst að frumvarpið sem ég lagði fram hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi.“ Samhliða þessu sjáist vísbendingar um að verið sé að hverfa frá þessari leið í nágrannalöndunum, samanber nýjustu tíðindi frá Danmörku. Aðstæður hafi einnig breyst frá því að frumvarpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferðalög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vetur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landamæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var líklegt fyrir fáeinum vikum. Það þýðir væntanlega að ferðaskrifstofur standa frammi fyrir færri afbókunum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður segir,“ segir Þórdís. „Ég hef staðið með frumvarpinu eins og það var lagt fram en það hefur ekki stuðning. Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur nú blasa við að frumvarp hennar um inneignarnótur frá ferðaskrifstofum hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi. Hún gerir ekki ráð fyrir að það verði afgreitt. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í aðgerðapakka íslensku ríkisstjórnarinnar í lok apríl síðastliðinn voru kynntar hugmyndir um að ferðaskrifstofur mættu veita viðskiptavinum inneign vegna ferða sem aflýsa þurfti vegna faraldurs kórónuveiru. Frumvarp ferðamálaráðherra þess efnis liggur nú inni í nefnd. Þórdís bendir á í færslu sinni að danska ríkisstjórnin sé hætt við að leyfa ferðaskrifstofum að endurgreiða viðskiptavinum með inneignarnótum. Ákvörðun um þetta hafi verið kynnt með vísan til afstöðu Evrópusambandsins. Þá segir Þórdís að viðbúið hefði verið að frumvarpið sem hún lagði fram á þingi yrði umdeilt, sem það var. Mögulega hefði verið hægt að koma til móts við báðar hliða rmálsins, þ.e. rétt neytenda og ferðaskrifstofa, „á kostnað skattgreiðenda, með því að aflétta ekki bara skyldunni um endurgreiðslu í peningum af fyrirtækjunum heldur innleiða samtímis ríkisábyrgð á kröfum neytenda. Niðurstaðan var að gera það ekki,“ segir Þórdís. „Mér sýnist nú ljóst að frumvarpið sem ég lagði fram hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi.“ Samhliða þessu sjáist vísbendingar um að verið sé að hverfa frá þessari leið í nágrannalöndunum, samanber nýjustu tíðindi frá Danmörku. Aðstæður hafi einnig breyst frá því að frumvarpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferðalög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vetur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landamæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var líklegt fyrir fáeinum vikum. Það þýðir væntanlega að ferðaskrifstofur standa frammi fyrir færri afbókunum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður segir,“ segir Þórdís. „Ég hef staðið með frumvarpinu eins og það var lagt fram en það hefur ekki stuðning. Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03