Dúxaði með 9,7 í einkunn og stefnir á tölvunarfræði í haust Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júní 2020 11:00 Reyn var annar tveggja dúxa frá Tækniskólanum og útskrifaðist með 9,7 í einkunn. Aðsend Reyn Alpha Magnúsar er annar tveggja dúxa sem útskrifaðist úr Tækniskólanum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 29. maí. Reyn útskrifaðist af tölvubraut með 9,7 í einkunn og dúxaði hán ásamt Njáli Halldórssyni sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut flugtækni. Reyn stefnir á að fara í tölvunarfræði í Háskóla Íslands í haust og segir hán að það hafi ekki margt annað komið til greina. „Ég ákvað að fara á tölvubraut mjög stuttu áður en ég þurfti að sækja um í framhaldsskóla en reynslan hefur síðan bara sýnt það að það var góð ákvörðun og ég ætla að halda því áfram.“ Reyn segist alltaf hafa verið mikið fyrir tölvur og tæki: „bara alveg frá því ég fæddist eiginlega.“ Meginspurningin hafi verið sú hvaða skóla hán ætti að sækja að loknu framhaldsskólanáminu. Háskóli Íslands hafi þá orðið fyrir valinu. Reyn Alpha stendur fyrir utan Tækniskólann á Skólavörðuholti.Aðsend „Ég bjóst ekki við þessu og ég held það hafi enginn búist við þessu. Þetta gekk samt bara vonum framar og það gekk vel að flytja okkur yfir í fjarnám og kennararnir tóku rosalega vel utan um þetta allt,“ segir hán. „Mér fannst þetta samt mjög svipað, ég hélt bara mínu striki og kennarar voru með skipulagða tíma á sömu tímum samkvæmt stundatöflu. Sérstaklega þessar tölvugreinar voru eiginlega nákvæmlega eins.“ Hán segist ekki hafa búist við því til að byrja með að hán fengi ekki að mæta aftur í skólann. „Ekki fyrst. Það var fyrst talað um fjórar vikur og þá hugsaði ég að maður myndi líklega koma aftur svo þegar leið á það fór mig að gruna að það yrði ekkert aftur.“ Útskriftin sjálf fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var útskriftarefnum skipt upp í tvo hópa. Alls brautskráðust 388 nemendur af 81 fagbraut. Hvert útskriftarefni fékk jafnframt að bjóða tveimur aðstandendum að vera viðstaddir athöfnina. „Það var rosalega mikil óvissa um hana þangað til í lokin og við vissum í rauninni ekkert hvernig hún yrði fyrr en nokkrum vikum fyrr.“ Reyn stefnir á að fara í tölvunarfræði í Háskóla Íslands í haust.Aðsend „Það var held ég bara betra en nokkur þorði að vona. Þetta voru mjög flottar athafnir og maður hefði ekki giskað á það tveimur vikum fyrr að það hefði verið hægt að halda svona athöfn,“ segir Reyn. Reyn segir að leiðinlegt hafi verið að fá ekki að kveðja skólann almennilega. „Mér finnst eiginlega leiðinlegast að fá ekki að hitta kennarana sem eru búnir að vera með mér í þrjú ár og standa sig mjög vel. Auðvitað var það svolítið sérstakt en þetta var samt betra en ég þorði að vona. Við fengum þó allavega athöfn með skólastjóranum og fengum að vera með vinum þar.“ Hán segir að ekki hafi staðið til að fara í útskriftarferð líkt og almennt tíðkast en Reyn ætlaði þó að fara á Eurovision í Rotterdam í Maí til að fagna skólalokunum. Það, eins og þekkt er, gekk ekki eftir. „Ég stefni á að fara á næsta ári.“ Reyn segist mikill Eurovision aðdáandi allt frá barnæsku. „Það hefur orðið meira á síðari árum en ég hef alltaf horft á keppnina.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Hélt hún fengi smá frí og fengi svo að klára skólann almennilega Arney Íris E. Birgisdóttir dúxaði í MH og stefnir á að fara í nám í Alþjóðasamskiptum í samblandi við lögfræði. Hún ætlar þó að taka sér árspásu, vinna og ferðast ef kórónan leyfir. 5. júní 2020 09:00 Dúxaði í Verzló og stefnir á rafmagnsverkfræði í King's College „Þetta var mjög frábrugðið öllu sem við þekktum og það var svolítið sjokk að fara beint úr dagskóla í 100 prósent fjarnám,“ segir Snædís Edwald Einarsdóttir, sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut úr Verzlunarskóla Íslands og lauk hún náminu með 9,73 í einkunn og varð jafnframt dúx. 3. júní 2020 10:00 Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, dúx í MR. 1. júní 2020 12:33 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Reyn Alpha Magnúsar er annar tveggja dúxa sem útskrifaðist úr Tækniskólanum í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 29. maí. Reyn útskrifaðist af tölvubraut með 9,7 í einkunn og dúxaði hán ásamt Njáli Halldórssyni sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut flugtækni. Reyn stefnir á að fara í tölvunarfræði í Háskóla Íslands í haust og segir hán að það hafi ekki margt annað komið til greina. „Ég ákvað að fara á tölvubraut mjög stuttu áður en ég þurfti að sækja um í framhaldsskóla en reynslan hefur síðan bara sýnt það að það var góð ákvörðun og ég ætla að halda því áfram.“ Reyn segist alltaf hafa verið mikið fyrir tölvur og tæki: „bara alveg frá því ég fæddist eiginlega.“ Meginspurningin hafi verið sú hvaða skóla hán ætti að sækja að loknu framhaldsskólanáminu. Háskóli Íslands hafi þá orðið fyrir valinu. Reyn Alpha stendur fyrir utan Tækniskólann á Skólavörðuholti.Aðsend „Ég bjóst ekki við þessu og ég held það hafi enginn búist við þessu. Þetta gekk samt bara vonum framar og það gekk vel að flytja okkur yfir í fjarnám og kennararnir tóku rosalega vel utan um þetta allt,“ segir hán. „Mér fannst þetta samt mjög svipað, ég hélt bara mínu striki og kennarar voru með skipulagða tíma á sömu tímum samkvæmt stundatöflu. Sérstaklega þessar tölvugreinar voru eiginlega nákvæmlega eins.“ Hán segist ekki hafa búist við því til að byrja með að hán fengi ekki að mæta aftur í skólann. „Ekki fyrst. Það var fyrst talað um fjórar vikur og þá hugsaði ég að maður myndi líklega koma aftur svo þegar leið á það fór mig að gruna að það yrði ekkert aftur.“ Útskriftin sjálf fór fram í Eldborgarsal Hörpu og var útskriftarefnum skipt upp í tvo hópa. Alls brautskráðust 388 nemendur af 81 fagbraut. Hvert útskriftarefni fékk jafnframt að bjóða tveimur aðstandendum að vera viðstaddir athöfnina. „Það var rosalega mikil óvissa um hana þangað til í lokin og við vissum í rauninni ekkert hvernig hún yrði fyrr en nokkrum vikum fyrr.“ Reyn stefnir á að fara í tölvunarfræði í Háskóla Íslands í haust.Aðsend „Það var held ég bara betra en nokkur þorði að vona. Þetta voru mjög flottar athafnir og maður hefði ekki giskað á það tveimur vikum fyrr að það hefði verið hægt að halda svona athöfn,“ segir Reyn. Reyn segir að leiðinlegt hafi verið að fá ekki að kveðja skólann almennilega. „Mér finnst eiginlega leiðinlegast að fá ekki að hitta kennarana sem eru búnir að vera með mér í þrjú ár og standa sig mjög vel. Auðvitað var það svolítið sérstakt en þetta var samt betra en ég þorði að vona. Við fengum þó allavega athöfn með skólastjóranum og fengum að vera með vinum þar.“ Hán segir að ekki hafi staðið til að fara í útskriftarferð líkt og almennt tíðkast en Reyn ætlaði þó að fara á Eurovision í Rotterdam í Maí til að fagna skólalokunum. Það, eins og þekkt er, gekk ekki eftir. „Ég stefni á að fara á næsta ári.“ Reyn segist mikill Eurovision aðdáandi allt frá barnæsku. „Það hefur orðið meira á síðari árum en ég hef alltaf horft á keppnina.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Hélt hún fengi smá frí og fengi svo að klára skólann almennilega Arney Íris E. Birgisdóttir dúxaði í MH og stefnir á að fara í nám í Alþjóðasamskiptum í samblandi við lögfræði. Hún ætlar þó að taka sér árspásu, vinna og ferðast ef kórónan leyfir. 5. júní 2020 09:00 Dúxaði í Verzló og stefnir á rafmagnsverkfræði í King's College „Þetta var mjög frábrugðið öllu sem við þekktum og það var svolítið sjokk að fara beint úr dagskóla í 100 prósent fjarnám,“ segir Snædís Edwald Einarsdóttir, sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut úr Verzlunarskóla Íslands og lauk hún náminu með 9,73 í einkunn og varð jafnframt dúx. 3. júní 2020 10:00 Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, dúx í MR. 1. júní 2020 12:33 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Hélt hún fengi smá frí og fengi svo að klára skólann almennilega Arney Íris E. Birgisdóttir dúxaði í MH og stefnir á að fara í nám í Alþjóðasamskiptum í samblandi við lögfræði. Hún ætlar þó að taka sér árspásu, vinna og ferðast ef kórónan leyfir. 5. júní 2020 09:00
Dúxaði í Verzló og stefnir á rafmagnsverkfræði í King's College „Þetta var mjög frábrugðið öllu sem við þekktum og það var svolítið sjokk að fara beint úr dagskóla í 100 prósent fjarnám,“ segir Snædís Edwald Einarsdóttir, sem útskrifaðist af eðlisfræðibraut úr Verzlunarskóla Íslands og lauk hún náminu með 9,73 í einkunn og varð jafnframt dúx. 3. júní 2020 10:00
Dúxaði MR með 9,84: „Ég held það sé alltaf einhver söknuður“ „Þetta var mjög frábrugðin önn, þetta kom mjög á óvart. Ég man svo vel eftir því þegar við vorum í skólanum og við vorum að horfa á blaðamannafundinn inni í stofu þegar þetta var tilkynnt um samkomubannið. Ég hélt að við myndum bara koma aftur í skólann, ég var alveg viss um það,“ segir Katla Rut Robertsdóttir Kluvers, dúx í MR. 1. júní 2020 12:33