Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 12:04 Útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri eru ósáttir við Tripical. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18