Borgaði yfir þrjár milljónir fyrir tuttugu síðna ástarbréf frá Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 14:30 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls á svipuðum tíma og hann skrifaði bréfið. Getty/Focus on Sport Einn aðdáandi Michael Jordan fékk greinilega ekki að vita nóg um sinn mann með því að horfa á „The Last Dance“ þættina því hann var tilbúinn að borga 25 þúsund dali eða 3,3 milljónir króna til að fá að lesa gamalt ástarbréf frá Michael Jordan. Þetta er reyndar ekkert venjulegt ástarbréf því það er upp á heilar tuttugu síður og Michael Jordan lá þarna greinilega mikið á hjarta. Seljandinn græddi líka mikið á því að bjóða bréfið upp núna á meðan Michael Jordan var mikið í umræðunni. Ástarbréfið keypti hann á 2560 dali árið 2014 og hagnaður hans er því meira 22 þúsund dalir eða 2,9 milljónir íslenskra króna. Michael Jordan's 20-page love letter to Amy Hunter auctioned off for $25,000 https://t.co/aVTJc8aoK7 pic.twitter.com/tOzpgBoQhd— New York Post (@nypost) June 1, 2020 Ástarbréfið skrifaði Michael Jordan til leikkonunnar Amy Hunter sem hann hélt við á sínum tíma. Amy Hunter var þarna 24 til 25 ára gömul en Jordan er þremur árum eldri en hún. Bréfið er talið að hafa verið skrifað nokkrum mánuðum eftir að Jordan giftist Juanitu í september 1989. Þau eru skilin í dag. Jordan nefnir fyrsta barn hans og Juanitu í bréfinu. Jeffrey Michael Jordan fæddist 18. nóvember 1988. Juanita og Michael Jordan áttu tvö önnur börn saman en skildu endanlega í desember 2006. Michael Jordan er nú giftur Yvette Prieto og eiga þau sex ára tvíburadætur saman. „Amy, stundum er ég eigingjarnasti maðurinn á jörðinni af því að í heilt ár hugsaði ég bara um Michael,“ skrifaði Jordan meðal annars í bréfinu. Who is #AmyHunter? #NBA legend #MichaelJordan reportedly wrote a 20-page love letter for the actress in 1989The letter was recently sold for $25,000https://t.co/VKoO5h8ti9— Republic (@republic) June 4, 2020 „Ég viðurkenni það að ég gerði mistök og það var erfitt fyrir mig að breyta því. Segjum sem svo að mér takist að laga mistökin. Þú getur ekki ímyndað þér vandræðin sem við myndum lenda í. Það er óhugsandi. Við gætum ekki átt ánægjulegt samband eða fengið að vera í friði. Allur heimurinn myndi hafa skoðun á okkar einkamálum. Það er pressa sem ég gat ekki lifað við,“ skrifaði Jordan. „Amy, ef ég væri bara Michael Jordan, venjulegur níu til fimm maður, þá væri það ekki erfitt að viðurkenna mistökin. Í staðinn þá er ég Michael Jordan sem fólk setur upp á stall og álítur að sé hin fullkomna fyrirmynd. Fullt af fólki, ekki bara krakkar heldur heilar fjölskyldur. Getur þú ímyndað þér ábyrgðina sem ég þarf að lifa með. Svo er það barnið sem ég á með konu sem ég hef elskað í þrjú og hálft ár,“ skrifaði Michael Jordan í ástarbréfið sitt. NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Einn aðdáandi Michael Jordan fékk greinilega ekki að vita nóg um sinn mann með því að horfa á „The Last Dance“ þættina því hann var tilbúinn að borga 25 þúsund dali eða 3,3 milljónir króna til að fá að lesa gamalt ástarbréf frá Michael Jordan. Þetta er reyndar ekkert venjulegt ástarbréf því það er upp á heilar tuttugu síður og Michael Jordan lá þarna greinilega mikið á hjarta. Seljandinn græddi líka mikið á því að bjóða bréfið upp núna á meðan Michael Jordan var mikið í umræðunni. Ástarbréfið keypti hann á 2560 dali árið 2014 og hagnaður hans er því meira 22 þúsund dalir eða 2,9 milljónir íslenskra króna. Michael Jordan's 20-page love letter to Amy Hunter auctioned off for $25,000 https://t.co/aVTJc8aoK7 pic.twitter.com/tOzpgBoQhd— New York Post (@nypost) June 1, 2020 Ástarbréfið skrifaði Michael Jordan til leikkonunnar Amy Hunter sem hann hélt við á sínum tíma. Amy Hunter var þarna 24 til 25 ára gömul en Jordan er þremur árum eldri en hún. Bréfið er talið að hafa verið skrifað nokkrum mánuðum eftir að Jordan giftist Juanitu í september 1989. Þau eru skilin í dag. Jordan nefnir fyrsta barn hans og Juanitu í bréfinu. Jeffrey Michael Jordan fæddist 18. nóvember 1988. Juanita og Michael Jordan áttu tvö önnur börn saman en skildu endanlega í desember 2006. Michael Jordan er nú giftur Yvette Prieto og eiga þau sex ára tvíburadætur saman. „Amy, stundum er ég eigingjarnasti maðurinn á jörðinni af því að í heilt ár hugsaði ég bara um Michael,“ skrifaði Jordan meðal annars í bréfinu. Who is #AmyHunter? #NBA legend #MichaelJordan reportedly wrote a 20-page love letter for the actress in 1989The letter was recently sold for $25,000https://t.co/VKoO5h8ti9— Republic (@republic) June 4, 2020 „Ég viðurkenni það að ég gerði mistök og það var erfitt fyrir mig að breyta því. Segjum sem svo að mér takist að laga mistökin. Þú getur ekki ímyndað þér vandræðin sem við myndum lenda í. Það er óhugsandi. Við gætum ekki átt ánægjulegt samband eða fengið að vera í friði. Allur heimurinn myndi hafa skoðun á okkar einkamálum. Það er pressa sem ég gat ekki lifað við,“ skrifaði Jordan. „Amy, ef ég væri bara Michael Jordan, venjulegur níu til fimm maður, þá væri það ekki erfitt að viðurkenna mistökin. Í staðinn þá er ég Michael Jordan sem fólk setur upp á stall og álítur að sé hin fullkomna fyrirmynd. Fullt af fólki, ekki bara krakkar heldur heilar fjölskyldur. Getur þú ímyndað þér ábyrgðina sem ég þarf að lifa með. Svo er það barnið sem ég á með konu sem ég hef elskað í þrjú og hálft ár,“ skrifaði Michael Jordan í ástarbréfið sitt.
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira