Hervald til heimabrúks í vestrænu lýðræðisríki Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 5. júní 2020 15:00 Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Það er alvanalegt að einræðisherrar hóti að beita mótmælendur heima fyrir hervaldi, í ríkjum þar sem hvers kyns andóf gegn ríkjandi stjórnvöldum er barið niður af mikilli hörku. Að forseti lýðræðisríkis, og það Bandaríkjanna, leiðtogaríkis hins vestræna heims, hóti slíku eru hins vegar stórtíðindi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð lýðræðislegra gilda á heimsvísu. Löggjöfin sem Trump hótar að beita er frá árinu 1807. Á síðastliðnum 50 árum hefur henni tvisvar verið beitt, síðast fyrir 28 árum, og í báðum tilvikum að beiðni ríkisstjóra sem töldu sig ekki ráða við aðstæður í heimaríkjum sínum. Í hvorugu tilfelli var um að ræða að mestu friðsöm mótmæli heldur miklu alvarlegri óeirðir, átök og/eða gripdeildir og eignaspjöll. Þegar herinn er kominn í spilið er enginn greinarmunur gerður á friðsömum og ófriðsömum mótmælendum. Markmið hersins verður að brjóta á bak mótmælin með öllum ráðum. Þess vegna er umræddu úrræði svona sjaldan beitt og þess vegna er stór hluti almennings í Bandaríkjunum með miklar áhyggjur af því að þessi stefna Trumps raungerist. Að beita hervaldi mundi enn fremur fyrirgera öllu því trausti sem þó hefur verið byggt upp milli lögregluyfirvalda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum síðastliðna áratugi, auka enn á sundrungu meðal bandarísku þjóðarinnar og rýra traust almennings og allrar heimsbyggðarinnar á lýðræði, frelsi og grundvallarmannréttindum í Bandaríkjunum. Afleiðingar þessa gætu orðið afdrifaríkar fyrir öll ríki sem aðhyllast og berjast fyrir lýðræðislegum gildum, þar á meðal okkar eigið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Dauði George Floyd Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Það er alvanalegt að einræðisherrar hóti að beita mótmælendur heima fyrir hervaldi, í ríkjum þar sem hvers kyns andóf gegn ríkjandi stjórnvöldum er barið niður af mikilli hörku. Að forseti lýðræðisríkis, og það Bandaríkjanna, leiðtogaríkis hins vestræna heims, hóti slíku eru hins vegar stórtíðindi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð lýðræðislegra gilda á heimsvísu. Löggjöfin sem Trump hótar að beita er frá árinu 1807. Á síðastliðnum 50 árum hefur henni tvisvar verið beitt, síðast fyrir 28 árum, og í báðum tilvikum að beiðni ríkisstjóra sem töldu sig ekki ráða við aðstæður í heimaríkjum sínum. Í hvorugu tilfelli var um að ræða að mestu friðsöm mótmæli heldur miklu alvarlegri óeirðir, átök og/eða gripdeildir og eignaspjöll. Þegar herinn er kominn í spilið er enginn greinarmunur gerður á friðsömum og ófriðsömum mótmælendum. Markmið hersins verður að brjóta á bak mótmælin með öllum ráðum. Þess vegna er umræddu úrræði svona sjaldan beitt og þess vegna er stór hluti almennings í Bandaríkjunum með miklar áhyggjur af því að þessi stefna Trumps raungerist. Að beita hervaldi mundi enn fremur fyrirgera öllu því trausti sem þó hefur verið byggt upp milli lögregluyfirvalda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum síðastliðna áratugi, auka enn á sundrungu meðal bandarísku þjóðarinnar og rýra traust almennings og allrar heimsbyggðarinnar á lýðræði, frelsi og grundvallarmannréttindum í Bandaríkjunum. Afleiðingar þessa gætu orðið afdrifaríkar fyrir öll ríki sem aðhyllast og berjast fyrir lýðræðislegum gildum, þar á meðal okkar eigið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun