Hervald til heimabrúks í vestrænu lýðræðisríki Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 5. júní 2020 15:00 Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Það er alvanalegt að einræðisherrar hóti að beita mótmælendur heima fyrir hervaldi, í ríkjum þar sem hvers kyns andóf gegn ríkjandi stjórnvöldum er barið niður af mikilli hörku. Að forseti lýðræðisríkis, og það Bandaríkjanna, leiðtogaríkis hins vestræna heims, hóti slíku eru hins vegar stórtíðindi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð lýðræðislegra gilda á heimsvísu. Löggjöfin sem Trump hótar að beita er frá árinu 1807. Á síðastliðnum 50 árum hefur henni tvisvar verið beitt, síðast fyrir 28 árum, og í báðum tilvikum að beiðni ríkisstjóra sem töldu sig ekki ráða við aðstæður í heimaríkjum sínum. Í hvorugu tilfelli var um að ræða að mestu friðsöm mótmæli heldur miklu alvarlegri óeirðir, átök og/eða gripdeildir og eignaspjöll. Þegar herinn er kominn í spilið er enginn greinarmunur gerður á friðsömum og ófriðsömum mótmælendum. Markmið hersins verður að brjóta á bak mótmælin með öllum ráðum. Þess vegna er umræddu úrræði svona sjaldan beitt og þess vegna er stór hluti almennings í Bandaríkjunum með miklar áhyggjur af því að þessi stefna Trumps raungerist. Að beita hervaldi mundi enn fremur fyrirgera öllu því trausti sem þó hefur verið byggt upp milli lögregluyfirvalda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum síðastliðna áratugi, auka enn á sundrungu meðal bandarísku þjóðarinnar og rýra traust almennings og allrar heimsbyggðarinnar á lýðræði, frelsi og grundvallarmannréttindum í Bandaríkjunum. Afleiðingar þessa gætu orðið afdrifaríkar fyrir öll ríki sem aðhyllast og berjast fyrir lýðræðislegum gildum, þar á meðal okkar eigið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Dauði George Floyd Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar hótaði Bandaríkjaforseti að beita her landsins til að bæla niður mótmælin sem hafa brutist út víðsvegar um landið gegn rasisma og lögregluofbeldi eftir að lögregluþjónn varð blökkumanninum George Floyd að bana í Minneapolis í síðustu viku. Það er alvanalegt að einræðisherrar hóti að beita mótmælendur heima fyrir hervaldi, í ríkjum þar sem hvers kyns andóf gegn ríkjandi stjórnvöldum er barið niður af mikilli hörku. Að forseti lýðræðisríkis, og það Bandaríkjanna, leiðtogaríkis hins vestræna heims, hóti slíku eru hins vegar stórtíðindi og mikið áhyggjuefni fyrir framtíð lýðræðislegra gilda á heimsvísu. Löggjöfin sem Trump hótar að beita er frá árinu 1807. Á síðastliðnum 50 árum hefur henni tvisvar verið beitt, síðast fyrir 28 árum, og í báðum tilvikum að beiðni ríkisstjóra sem töldu sig ekki ráða við aðstæður í heimaríkjum sínum. Í hvorugu tilfelli var um að ræða að mestu friðsöm mótmæli heldur miklu alvarlegri óeirðir, átök og/eða gripdeildir og eignaspjöll. Þegar herinn er kominn í spilið er enginn greinarmunur gerður á friðsömum og ófriðsömum mótmælendum. Markmið hersins verður að brjóta á bak mótmælin með öllum ráðum. Þess vegna er umræddu úrræði svona sjaldan beitt og þess vegna er stór hluti almennings í Bandaríkjunum með miklar áhyggjur af því að þessi stefna Trumps raungerist. Að beita hervaldi mundi enn fremur fyrirgera öllu því trausti sem þó hefur verið byggt upp milli lögregluyfirvalda og minnihlutahópa í Bandaríkjunum síðastliðna áratugi, auka enn á sundrungu meðal bandarísku þjóðarinnar og rýra traust almennings og allrar heimsbyggðarinnar á lýðræði, frelsi og grundvallarmannréttindum í Bandaríkjunum. Afleiðingar þessa gætu orðið afdrifaríkar fyrir öll ríki sem aðhyllast og berjast fyrir lýðræðislegum gildum, þar á meðal okkar eigið. Höfundur er alþjóðastjórnmálafræðingur.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun