Óttast að fíkniefnabangsarnir finnist víða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 19:16 Stefán Vagn Stefánsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá málinu á Facebook í dag og biður fólk að vera á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði. Málið er í rannsókn og verið er að skoða þær fjölmörgu vísbendingar sem bárust eftir að tilkynning var sett í loftið. Engin liggur undir grun eins og er og ekki hefur tekist að leggja hald á hlaupbangsana. Athæfið sé talið sérstaklega hættulegt þar sem hlaupbangsar eru sælgæti, markaðssett fyrir börn. Fíkniefni í sælgæti er þekkt erlendis en Bandaríska alríkislögreglan varar reglulega við athæfinu. Slíkt sé þó nýtt hérlendis. „Ég man nú í fljótu bragði ekki eftir því að vera með svona mál í höndunum þar sem verið er að sprauta fíkniefnum eða ólöglegum efnum inn í sælgæti sem ætlað er í flestum tilvikum fyrir börn þannig þetta er nýtt því miður. Þessi þróun er ekki góð og við þurfum saman lögreglan, íbúar og samfélagið að bregðast við þessu og stoppa þetta áður en þetta nær einhverju flugi,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hann segir ljóst að auðvelt sé að sprauta hvaða efnum sem er í sælgætið. „Það er hægt að sprauta hverju sem er í þetta og ég held að fólk hafi ekki hugmynd um hvað það er að innbyrða. Við höfum ekki fengið þessa bangsa í hendurnar en við vitum að lagt var hald á þetta í öðru umdæmi hér fyrir stuttu síðan þannig það má ætlað að þetta séu svipuð efni,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu.Vísir/Einar Greint var frá því í lok maí mánaðar að tvær unglingsstúlkur á Suðurnesjum hefðu veikst hastaralega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Stúlkurnar stóðu í þeirri trú að bangsarnir væru hefðbundið sælgæti og þáðu það af ungum manni. Maðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa selt hlaupbangsana á Suðurnesjum hefur játað sök og fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu á heimili hans. Stefán Vagn segir að engar upplýsingar séu um að sami aðili hafi framleitt efnin á Suðurnesjum og á Norðurlandi Vestra. Hann óttast að sælgæti fyllt af fíkniefnum gætu verið víðar á landinu. „Fyrst að þetta er komið hingað þá má færa rök fyrir því að þetta sé komið miklu miklu víðar en bara hingað þannig já því miður er þetta það sem menn óttast - að þetta sé komið víðar en hingað og á Suðurlandið,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglumál Fíkn Sælgæti Tengdar fréttir Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57 Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08 Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13 Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni eru í umferð á Norðurlandi vestra. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Ekki hefur fundist bein tenging við hlaupbangsamálið á Suðurnesjum. Lögreglan á Norðurlandi vestra greindi frá málinu á Facebook í dag og biður fólk að vera á varðbergi gagnvart þessum ófögnuði. Málið er í rannsókn og verið er að skoða þær fjölmörgu vísbendingar sem bárust eftir að tilkynning var sett í loftið. Engin liggur undir grun eins og er og ekki hefur tekist að leggja hald á hlaupbangsana. Athæfið sé talið sérstaklega hættulegt þar sem hlaupbangsar eru sælgæti, markaðssett fyrir börn. Fíkniefni í sælgæti er þekkt erlendis en Bandaríska alríkislögreglan varar reglulega við athæfinu. Slíkt sé þó nýtt hérlendis. „Ég man nú í fljótu bragði ekki eftir því að vera með svona mál í höndunum þar sem verið er að sprauta fíkniefnum eða ólöglegum efnum inn í sælgæti sem ætlað er í flestum tilvikum fyrir börn þannig þetta er nýtt því miður. Þessi þróun er ekki góð og við þurfum saman lögreglan, íbúar og samfélagið að bregðast við þessu og stoppa þetta áður en þetta nær einhverju flugi,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra. Hann segir ljóst að auðvelt sé að sprauta hvaða efnum sem er í sælgætið. „Það er hægt að sprauta hverju sem er í þetta og ég held að fólk hafi ekki hugmynd um hvað það er að innbyrða. Við höfum ekki fengið þessa bangsa í hendurnar en við vitum að lagt var hald á þetta í öðru umdæmi hér fyrir stuttu síðan þannig það má ætlað að þetta séu svipuð efni,“ sagði Stefán Vagn. Lögreglan á Norðurlandi vestra segir heimildir fyrir því að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í dreifingu á svæðinu.Vísir/Einar Greint var frá því í lok maí mánaðar að tvær unglingsstúlkur á Suðurnesjum hefðu veikst hastaralega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Stúlkurnar stóðu í þeirri trú að bangsarnir væru hefðbundið sælgæti og þáðu það af ungum manni. Maðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa selt hlaupbangsana á Suðurnesjum hefur játað sök og fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu á heimili hans. Stefán Vagn segir að engar upplýsingar séu um að sami aðili hafi framleitt efnin á Suðurnesjum og á Norðurlandi Vestra. Hann óttast að sælgæti fyllt af fíkniefnum gætu verið víðar á landinu. „Fyrst að þetta er komið hingað þá má færa rök fyrir því að þetta sé komið miklu miklu víðar en bara hingað þannig já því miður er þetta það sem menn óttast - að þetta sé komið víðar en hingað og á Suðurlandið,“ sagði Stefán Vagn.
Lögreglumál Fíkn Sælgæti Tengdar fréttir Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57 Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08 Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13 Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Fíkniefnahlaup á Norðurlandi vestra Lögreglan á Norðurlandi vestra segir áreiðanlegar upplýsingar hafa borist þess efnis að hlaupabangsar eða hlaupkubbar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. 5. júní 2020 11:57
Hlaupbjarnabófi játaði sök Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. 3. júní 2020 17:08
Telja sig hafa fundið manninn sem afhenti unglingspilti hlaupbangsana Lögreglan á Suðurnesjum telur sig hafa haft uppi á eldri manninum sem mun hafa afhent unglingspilti hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. 25. maí 2020 21:13
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23