Goodell viðurkennir að NFL hafi gert mistök Andri Eysteinsson skrifar 6. júní 2020 11:15 Kaepernick hóf að krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn er leikinn árið 2016. Hann var harðlega gagnrýndur af yfirmönnum sínum og jafnvel af forsetanum sjálfum. Getty/Michael Zagaris Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni. NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Einn óvinsælasti maður bandarískra íþrótta, Roger Goodell, framkvæmdastjóri NFL, hefur viðurkennt að deildin hafi gert mistök í meðhöndlun sinni á mótmælum leikmanna deildarinnar gegn kynþáttahatri og lögregluofbeldi síðustu ár. Viðurkenningin á mistökunum kemur eftir ákall leikmanna sem berjast fyrir mannréttindum sínum eftir morðið á George Floyd í lok maí. We, the NFL, condemn racism and the systematic oppression of Black People. We, the NFL, admit we were wrong for not listening to NFL players earlier and encourage all to speak out and peacefully protest. We, the NFL, believe Black Lives Matter. #InspireChange pic.twitter.com/ENWQP8A0sv— NFL (@NFL) June 5, 2020 Hefð er fyrir því að fyrir kappleiki í bandarískum íþróttum sé þjóðsöngur Bandaríkjanna, Star Spangled Banner, spilaður en venjan er að standi hljóðir og hlýði á þjóðsönginn. Í byrjun tímabilsins 2016-2017 hóf Colin Kaepernick, þáverandi leikstjórnandi San Francisco 49ers að sitja eða krjúpa á hné þegar þjóðsöngurinn var leikinn. Með tíð og tíma jókst fjöldi þeirra leikmanna sem mótmæltu kynþáttahatri, lögregluofbeldi og stefnum Bandaríkjaforseta en þeir leikmenn hafa verið harðlega gagnrýndir víða í Bandaríkjunum, þar á meðal innan NFL. Kaepernick hefur utan leikmannahóps í deildinni frá lokum tímabils 2017 og hefur hann verið kallaður svikari af háttsettum aðilum innan deildarinnar. Aðdáendur hafa margir verið harðorðir í garð Kaepernick og félaga auk þess sem að forsetinn og varaforsetinn hafa lýst yfir vanþóknun á mótmælunum og sagt mótmælendur sýna virðingarleysi gagnvart hermönnum Bandaríkjanna. Árið 2018 hrósaði Trump eigendum NFL-liða fyrir að krefja leikmenn um að standa upp á meðan þjóðsöngurinn var leikinn en hann hafði áður hvatt eigendur til að refsa leikmönnunum. Nú í vikunni var leikstjórnandi New Orleans Saints, Drew Brees, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa sagst aldrei verða sammála þeim sem vanvirti bandaríska fánann Í myndbandi sem NFL deildin birti á Twitter-síðu sinni í gær sagði framkvæmdastjóri deildarinnar að mistök hefðu verið gerð í fortíðinni þegar kemur að viðbrögðum við mótmælum. Brees baðst afsökunar á ummælum sínum og nú hefur NFL deildin í heild sinni beðist afsökunar á framferði sínu gagnvart mannréttindabaráttu leikmanna hennar. #StrongerTogether pic.twitter.com/sfwF9Uvgaa— Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) June 5, 2020 „Við í NFL-deildinni fordæmum kynþáttahatur og kerfið sem hefur haldið svörtu fólki niðri. Við viðurkennum að það var rangt að hafa ekki hlustað á leikmenn okkar fyrr en nú og hvetjum alla til þess að taka þátt í friðsamlegum mótmælum, sagði Roger Goodell sem minntist þó ekki á leikstjórnandanna og forsprakka mótmælanna, Colin Kaepernick. Leikmenn NFL-deildarinnar höfðu kallað eftir skilaboðunum frá Goodell og yfirmönnum NFL deildarinnar og segir fyrrum leikmaðurinn Donté Stallworth í viðtali við CNN að yfirlýsingin sé ágætt fyrsta skref deildarinnar sem þurfi þó að halda áfram baráttunni.
NFL Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira