Því velt upp hvort yfirvöld hafi hunsað ábendingar um manninn sem grunaður er í máli Madeleine Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2020 20:24 Kate and Gerry McCann foreldrar Madeleine á blaðamannafundi í Berlín árið 2007. Vísir/getty Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner, sem þýska lögreglan grunar nú um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007. Greint hefur verið frá því að Brückner sé nú nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Í frétt Der Spiegel segir að árið 2013 hafi rannsakendur í Braunschweig fengið fjölmargar ábendingar í máli McCann eftir að þýskur glæpasjónvarpsþáttur fjallaði um hvarf hennar. Þar komu foreldrar McCann meðal annars fram þar sem þau báðu almenning um að veita upplýsingar um málið. Nafn Brückner, sem skráður var til heimilis í Braunschweig á þessum tíma, kom upp í rannsókn lögreglu þar en hann var og er góðkunningi lögreglunnar í Þýskalandi.Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Rannsakendurnir í Braunschweig litu svo á að Brückner ætti að vera miðpunktur rannsóknar þýskra lögregluyfirvalda á hvarfi McCann. Sendu þeir skýrslur þess efnis til þýsku sambandslögreglunnar, sem hafði aldrei samband til baka, eitthvað sem rannsakendunum í Braunschweig þótti illskiljanlegt. Í vikunni var rætt við Christian Hoppe, einn af rannsakendum sambandslögreglunnar, í þýsku sjónvarpi þar sem hann sagði að upplýsingarnar sem lögreglan hafi fengið á sínum tíma um Brückner hafi ekki verið nægjanlegar til þess að hefja rannsókn á hendur honum, og hvað þá til að handtaka hann. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár. Bretland Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Þýskir fjölmiðlar fjalla nú um hvort að rannsakendur á vegum þýsku sambandslögreglunnar hafi hunsað viðvaranir frá rannsakendum í Braunschweig árið 2013 varðandi Christian Brückner, sem þýska lögreglan grunar nú um að tengjast hvarfi hinnar bresku Madeleine McCann árið 2007. Greint hefur verið frá því að Brückner sé nú nú orðinn miðpunktur rannsóknar bresku rannsóknarlögreglunnar Scotland Yard á hvarfi Madeleine. Þýska lögreglan, sem einnig fer með rannsókn málsins, gengur út frá því að Madeleine sé látin. Í frétt Der Spiegel segir að árið 2013 hafi rannsakendur í Braunschweig fengið fjölmargar ábendingar í máli McCann eftir að þýskur glæpasjónvarpsþáttur fjallaði um hvarf hennar. Þar komu foreldrar McCann meðal annars fram þar sem þau báðu almenning um að veita upplýsingar um málið. Nafn Brückner, sem skráður var til heimilis í Braunschweig á þessum tíma, kom upp í rannsókn lögreglu þar en hann var og er góðkunningi lögreglunnar í Þýskalandi.Hann afplánar nú sjö ára fangelsisdóm í þýsku fangelsi fyrir nauðgun á eldri, bandarískri konu á Algarve í Portúgal þar sem fjölskylda Madeleine dvaldi þegar hún hvarf. Hann hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Rannsakendurnir í Braunschweig litu svo á að Brückner ætti að vera miðpunktur rannsóknar þýskra lögregluyfirvalda á hvarfi McCann. Sendu þeir skýrslur þess efnis til þýsku sambandslögreglunnar, sem hafði aldrei samband til baka, eitthvað sem rannsakendunum í Braunschweig þótti illskiljanlegt. Í vikunni var rætt við Christian Hoppe, einn af rannsakendum sambandslögreglunnar, í þýsku sjónvarpi þar sem hann sagði að upplýsingarnar sem lögreglan hafi fengið á sínum tíma um Brückner hafi ekki verið nægjanlegar til þess að hefja rannsókn á hendur honum, og hvað þá til að handtaka hann. Hvarf McCann vakti gríðarlega athygli á sínum tíma en hún var þriggja ára þegar síðast sást til hennar í fjölskyldufríi í Algarve í Portúgal. Hennar hefur nú verið saknað í þrettán ár.
Bretland Madeleine McCann Þýskaland Tengdar fréttir Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36 Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4. júní 2020 22:36
Þýska lögreglan telur að Madeleine sé látin „Við göngum út frá því að stúlkan sé látin,“ sagði Hans Christian Wolters, saksóknari í Þýskalandi á blaðamannafundi í dag. 4. júní 2020 12:21
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13