Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 14:27 Ekki voru gefin út tilmæli um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins á Bretlandi fyrr en 23. mars, nokkru eftir að önnur ríki höfðu þegar gripið til slíkra aðgerða. Vísir/EPA Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. Bresk stjórnvöld gripu töluvert seinna til aðgerða eins og að gefa út fyrirmæli um að fólk héldi sig heima en önnur Evrópuríki. Það var ekki gert fyrr en 23. mars en á þeim tíma er áætlað að um 100.000 manns hafi smitast á dag. John Edmunds, vísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist nú iðrast þess. „Ég vildi að við hefðum sett útgöngubann á fyrr. Ég held að þetta hafi kostað mörg mannslíf, því miður,“ sagði Edmunds í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Engu að síður heldur hann því fram að erfitt hefði verið fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða fyrr í ljósi gagnanna sem hún hafði í höndunum þá. Takmörkuð skimun átti sér þá stað. Næstflest dauðsföll í kórónuveirufaraldrinum í heiminum hafa orðið á Bretlandi, rúmlega 40.500 samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, brást við ummælum Edmunds, með þeim orðum að ríkisstjórnin hefði brugðist rétt við faraldrinum miðað við þær upplýsingar sem hún hafði á sínum tíma. Boris Johnson, forsætisráðherra, hyggst tilkynna um frekari tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi mánudaginn 15. júní á næstu dögum. Þá er búist við að verslanir sem voru ekki skilgreindar sem nauðsynlega fái grænt ljós á að opna og tilbeiðslustaðir fá að bjóða fólki upp á að fólk biðji í einrúmi. Í þessari viku verða sumir skólar opnaðir og tilmæli um hversu margt fólk frá sama heimili getur hitt verða rýmkuð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. Bresk stjórnvöld gripu töluvert seinna til aðgerða eins og að gefa út fyrirmæli um að fólk héldi sig heima en önnur Evrópuríki. Það var ekki gert fyrr en 23. mars en á þeim tíma er áætlað að um 100.000 manns hafi smitast á dag. John Edmunds, vísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist nú iðrast þess. „Ég vildi að við hefðum sett útgöngubann á fyrr. Ég held að þetta hafi kostað mörg mannslíf, því miður,“ sagði Edmunds í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Engu að síður heldur hann því fram að erfitt hefði verið fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða fyrr í ljósi gagnanna sem hún hafði í höndunum þá. Takmörkuð skimun átti sér þá stað. Næstflest dauðsföll í kórónuveirufaraldrinum í heiminum hafa orðið á Bretlandi, rúmlega 40.500 samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, brást við ummælum Edmunds, með þeim orðum að ríkisstjórnin hefði brugðist rétt við faraldrinum miðað við þær upplýsingar sem hún hafði á sínum tíma. Boris Johnson, forsætisráðherra, hyggst tilkynna um frekari tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi mánudaginn 15. júní á næstu dögum. Þá er búist við að verslanir sem voru ekki skilgreindar sem nauðsynlega fái grænt ljós á að opna og tilbeiðslustaðir fá að bjóða fólki upp á að fólk biðji í einrúmi. Í þessari viku verða sumir skólar opnaðir og tilmæli um hversu margt fólk frá sama heimili getur hitt verða rýmkuð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira