Seinagangur á Bretlandi talinn hafa kostað mannslíf Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 14:27 Ekki voru gefin út tilmæli um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins á Bretlandi fyrr en 23. mars, nokkru eftir að önnur ríki höfðu þegar gripið til slíkra aðgerða. Vísir/EPA Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. Bresk stjórnvöld gripu töluvert seinna til aðgerða eins og að gefa út fyrirmæli um að fólk héldi sig heima en önnur Evrópuríki. Það var ekki gert fyrr en 23. mars en á þeim tíma er áætlað að um 100.000 manns hafi smitast á dag. John Edmunds, vísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist nú iðrast þess. „Ég vildi að við hefðum sett útgöngubann á fyrr. Ég held að þetta hafi kostað mörg mannslíf, því miður,“ sagði Edmunds í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Engu að síður heldur hann því fram að erfitt hefði verið fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða fyrr í ljósi gagnanna sem hún hafði í höndunum þá. Takmörkuð skimun átti sér þá stað. Næstflest dauðsföll í kórónuveirufaraldrinum í heiminum hafa orðið á Bretlandi, rúmlega 40.500 samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, brást við ummælum Edmunds, með þeim orðum að ríkisstjórnin hefði brugðist rétt við faraldrinum miðað við þær upplýsingar sem hún hafði á sínum tíma. Boris Johnson, forsætisráðherra, hyggst tilkynna um frekari tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi mánudaginn 15. júní á næstu dögum. Þá er búist við að verslanir sem voru ekki skilgreindar sem nauðsynlega fái grænt ljós á að opna og tilbeiðslustaðir fá að bjóða fólki upp á að fólk biðji í einrúmi. Í þessari viku verða sumir skólar opnaðir og tilmæli um hversu margt fólk frá sama heimili getur hitt verða rýmkuð. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar segist óska þess að gripið hefði verið til aðgerða gegn kórónuveirufaraldrinum fyrr vegna þess að tafirnar hafi kostað mannslíf. Hann kennir lélegum gögnum við upphaf faraldursins um þær ákvarðanir sem voru teknar. Bresk stjórnvöld gripu töluvert seinna til aðgerða eins og að gefa út fyrirmæli um að fólk héldi sig heima en önnur Evrópuríki. Það var ekki gert fyrr en 23. mars en á þeim tíma er áætlað að um 100.000 manns hafi smitast á dag. John Edmunds, vísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segist nú iðrast þess. „Ég vildi að við hefðum sett útgöngubann á fyrr. Ég held að þetta hafi kostað mörg mannslíf, því miður,“ sagði Edmunds í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Engu að síður heldur hann því fram að erfitt hefði verið fyrir ríkisstjórnina að grípa til aðgerða fyrr í ljósi gagnanna sem hún hafði í höndunum þá. Takmörkuð skimun átti sér þá stað. Næstflest dauðsföll í kórónuveirufaraldrinum í heiminum hafa orðið á Bretlandi, rúmlega 40.500 samkvæmt tölum Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, brást við ummælum Edmunds, með þeim orðum að ríkisstjórnin hefði brugðist rétt við faraldrinum miðað við þær upplýsingar sem hún hafði á sínum tíma. Boris Johnson, forsætisráðherra, hyggst tilkynna um frekari tilslakanir á takmörkunum sem taka gildi mánudaginn 15. júní á næstu dögum. Þá er búist við að verslanir sem voru ekki skilgreindar sem nauðsynlega fái grænt ljós á að opna og tilbeiðslustaðir fá að bjóða fólki upp á að fólk biðji í einrúmi. Í þessari viku verða sumir skólar opnaðir og tilmæli um hversu margt fólk frá sama heimili getur hitt verða rýmkuð.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira