Nýsjálendingar telja sig hafa útrýmt kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. júní 2020 06:25 Próf við kórónuveirunni framkvæmt í bráðabirgðaprófunarstöð í Christchurch, Nýja Sjálandi. Myndin er síðan í apríl. Mark Baker/AP Svo virðist sem heilbrigðisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi hafi svo gott sem tekist að vinna bug á kórónuveirufaraldrinum í landinu, en engin virk smit eru í landinu, svo vitað sé. Stjórnvöld hvetja fólk til að vera áfram á varðbergi, og búa sig undir aðra bylgju. Sautján dagar eru síðan síðasta manneskjan greindist með kórónuveiruna. Á þeim tíma hafa um 40 þúsund manns verið prófaðir fyrir veirunni í landinu, en alls hafa um 300 þúsund verið prófaðir. Tæplega fimm milljónir búa á Nýja-Sjálandi. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi að yfirvöld væru þess fullviss að búið væri að hefta útbreiðslu veirunnar algerlega. Íbúar þyrftu þó að vera undirbúnir fyrir aðra bylgju faraldursins. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að aflétta öllum samfélagslegum takmörkunum sem komið var á vegna veirunnar, fyrir utan þær takmarkanir sem komið hafði verið á við landamæri landsins. Þannig þurfa allir sem ferðast til landsins að sæta sóttkví við komuna, líkt og hér á Íslandi. Sérfræðingar telja að samverkandi þættir hafi gert það að verkum að Nýja-Sjálandi tókst að „þurrka út veiruna.“ Landfræðileg staðsetning og einangrun í suðurhluta Kyrrahafs hafi gefið yfirvöldum tóm til þess að fylgjast með útbreiðslu veirunnar í öðrum löndum. Stjórnvöld voru þá fljót að bregðast við með takmörkunum til að hefta dreifingu hennar. Rúmlega 1.500 manns greindust með veiruna á Nýja-Sjálandi. Þar af létust 22. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira
Svo virðist sem heilbrigðisyfirvöldum á Nýja-Sjálandi hafi svo gott sem tekist að vinna bug á kórónuveirufaraldrinum í landinu, en engin virk smit eru í landinu, svo vitað sé. Stjórnvöld hvetja fólk til að vera áfram á varðbergi, og búa sig undir aðra bylgju. Sautján dagar eru síðan síðasta manneskjan greindist með kórónuveiruna. Á þeim tíma hafa um 40 þúsund manns verið prófaðir fyrir veirunni í landinu, en alls hafa um 300 þúsund verið prófaðir. Tæplega fimm milljónir búa á Nýja-Sjálandi. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á blaðamannafundi að yfirvöld væru þess fullviss að búið væri að hefta útbreiðslu veirunnar algerlega. Íbúar þyrftu þó að vera undirbúnir fyrir aðra bylgju faraldursins. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að aflétta öllum samfélagslegum takmörkunum sem komið var á vegna veirunnar, fyrir utan þær takmarkanir sem komið hafði verið á við landamæri landsins. Þannig þurfa allir sem ferðast til landsins að sæta sóttkví við komuna, líkt og hér á Íslandi. Sérfræðingar telja að samverkandi þættir hafi gert það að verkum að Nýja-Sjálandi tókst að „þurrka út veiruna.“ Landfræðileg staðsetning og einangrun í suðurhluta Kyrrahafs hafi gefið yfirvöldum tóm til þess að fylgjast með útbreiðslu veirunnar í öðrum löndum. Stjórnvöld voru þá fljót að bregðast við með takmörkunum til að hefta dreifingu hennar. Rúmlega 1.500 manns greindust með veiruna á Nýja-Sjálandi. Þar af létust 22.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Sjá meira