„Setur hættulegt fordæmi“ að hætta frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs vegna Samherjamálsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. júní 2020 12:31 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna. Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Það setur hættulegt fordæmi ef meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar nær vilja sínum fram um að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna Samherjamálsins. Þetta segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem telur málið ekki fullrannsakað. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði til í desember að ráðist yrði í frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja. Tillaga hennar naut stuðnings tveggja annarra þingmanna stjórnarandstöðu sem dugði til að hefja frumkvæðisathugun. Meirihluti nefndarinnar ákvað þó að fela Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins og varaformanni nefndarinnar, að fara með framsögu málsins í nefndinni. Í bókun Líneikur Önnu frá fundi nefndarinnar í síðustu viku segir, að eftir umfjöllun nefndarinnar telji hún frekari könnun tilgangslausa og ekki sé tilefni til frekari umfjöllunar um frumkvæðisathugunina. Þórhildur Sunna telur málið hins vegar ekki fullrannsakað. „Meirihlutinn sem sagt rannsakar sjálfan sig og kemst að því að það sé ekkert athugavert við sína stjórnarhætti. En það er ekki mjög trúverðug niðurstaða, það verður að segjast eins og er,“ segir Þórhildur Sunna. Í bókun Líneikur segir einnig að eftir umfjöllun nefndarinnar liggi fyrir, að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi engra hagsmuna að gæta af Samherja eða tengdum félögum. Samkvæmt lögum meti ráðherra hæfi sitt sjálfur og ekkert hafi komið fram um að framkvæmd eða verklag á því mati hafi farið í bága við lög og reglur. Kristján Þór Júlíusson kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opnum fundi í janúar í tengslum við frumkvæðisathugun nefndarinnar.Vísir/Vilhelm „Þau halda því líka fram að hann hafi engra hagsmuna að gæta, persónulega né fjárhagslega, gagnvart Samherja en það stangast þá á við það að ráðherra hefur sjálfur sagt sig frá stjórnsýslumálum er tengjast Samherja vegna hagsmunatengsla. Þannig að þetta stenst ekki skoðun, þessi skoðun meirihlutans. Og þar að auki þá er þessi málsmeðferð, hún setur hættulegt fordæmi gagnvart skýlausum rétti minni hlutans til að hafa eftirlit með verklagi og störfum ráðherra en þeir sitja einmitt í skjóli meirihlutans,“ segir Þórhildur Sunna. Óljóst hvernig ber að ljúka frumkvæðisathugunum Ef rétt er sem meirihlutinn heldur fram, að framkvæmd og verklag ráðherra stangist ekki á við lög og reglur, segist Þórhildur Sunna aðspurð ekki vera viss um hvort ástæða sé til að gera breytingar á lögum um hæfi ráðherra. „Ég veit ekki hvort ég myndi leggja til lagabreytingu. Það liggur auðvitað fyrir beiðni til forseta þingsins um að úrskurða um hvernig nefndir geta lokið frumkvæðisathugunum almennt. Þetta vekur auðvitað upp spurningar, hver er réttur minnihlutans til þess að athuga verklag ráðherra og hversu langt getur meirihlutinn gengið í að loka slíkum athugunum án þess að minnihlutinn hafi fengið þau gögn sem hann óskaði eftir og þá gesti sem að minnihlutinn vildi fá til sín til að upplýsa málið,“ segir Þórhildur Sunna.
Alþingi Samherjaskjölin Stjórnsýsla Sjávarútvegur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira