Þurfa Bandaríkin hjálp? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 10. júní 2020 10:00 Hvað er að gerast hjá stóra nágranna okkar í vestri? Bandaríkin eru flókið land sem virðist vera komið á villigötur. Skoðum 10 punkta um landið sem ég hef tekið saman: 1. Réttarríkið í Bandaríkjunum virðist vera með innbyggðum rasisma. Svartir menn eru fimm sinnum líklegir til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir og eru þeir miklu líklegir til að vera skotnir af lögreglu. Í yfir 90% sakamála er „samið“ um dóm í stað þess að fara í réttarhöld. Þessir „samningar“ eru oft gerðir undir hótun um miklu þyngri refsingu sé farið í réttarhöld. 2. Bandaríkin hafa verið í stríðsátökum einhvers staðar í heiminum í meira en 200 ár, eða um 90% af þeim tíma sem landið hefur verið til en það eru rúm 240 ár. Um 40% af hernaðarútgjöldum heimsins eru í Bandaríkjunum en þar búa þó einungis 4% af jarðarbúum. 3. Almenningur hefur ekki aðgang að gjaldfrjálsri heilsugæslu. Þar er eitt dýrasta heilbrigðiskerfið í heiminum. 4. Háskóla- og leikskólanám eru yfirleitt mjög dýrt. Slíkt hefur áhrif á lífskjör, kynbundinn launamun og tækifæri í lífinu. 5. Vinnulöggjöfin er langt frá því sem þekkist í Evrópu, réttindi verkafólks lítil og vinnutími launþega er langur. 6. Bandaríkin eru eitt af fáum ríkjum heims þar sem enn eru dauðarefsingar. Víða eru dómarar og saksóknarar kjörnir í kosningum sem hefur þær afleiðingar að þeir hegða sér oft eins og stjórnmálamenn. 7. Í landinu ríkir mikill ójöfnuður, ekki síst eigna. Landið er þekkt fyrir mikinn skort á tækifærum á að komast úr fátækt. 8. Mikil mengun er í Bandaríkjunum en þau eru ábyrg fyrir um 15% af mengun jarðar þótt þeir séu aðeins rúmlega 4% af jarðarbúum. 9. Bandaríkin eru eftirbátar margra annarra þjóða í jafnréttismálum, ekki síst í viðskiptum og stjórnmálum, en tæplega 80% þingmanna eru karlar. 10. Landið býr við einna hæstu glæpatíðni í heimi og fjöldaskotárásir eru reglulegar. Víða er fangelsiskerfið einkarekið sem hefur hag af því að hafa sem flesta fanga. Ég bjó í New York um tíma. Borgin er skemmtileg og fólkið þar er hjálpsamt. Þótt landið hafi mjög margt gott að bjóða þá er landið einnig meingallað eins og hér er rakið. Þurfa Bandaríkin kannski einhverja hjálp? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Bandaríkin Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað er að gerast hjá stóra nágranna okkar í vestri? Bandaríkin eru flókið land sem virðist vera komið á villigötur. Skoðum 10 punkta um landið sem ég hef tekið saman: 1. Réttarríkið í Bandaríkjunum virðist vera með innbyggðum rasisma. Svartir menn eru fimm sinnum líklegir til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir og eru þeir miklu líklegir til að vera skotnir af lögreglu. Í yfir 90% sakamála er „samið“ um dóm í stað þess að fara í réttarhöld. Þessir „samningar“ eru oft gerðir undir hótun um miklu þyngri refsingu sé farið í réttarhöld. 2. Bandaríkin hafa verið í stríðsátökum einhvers staðar í heiminum í meira en 200 ár, eða um 90% af þeim tíma sem landið hefur verið til en það eru rúm 240 ár. Um 40% af hernaðarútgjöldum heimsins eru í Bandaríkjunum en þar búa þó einungis 4% af jarðarbúum. 3. Almenningur hefur ekki aðgang að gjaldfrjálsri heilsugæslu. Þar er eitt dýrasta heilbrigðiskerfið í heiminum. 4. Háskóla- og leikskólanám eru yfirleitt mjög dýrt. Slíkt hefur áhrif á lífskjör, kynbundinn launamun og tækifæri í lífinu. 5. Vinnulöggjöfin er langt frá því sem þekkist í Evrópu, réttindi verkafólks lítil og vinnutími launþega er langur. 6. Bandaríkin eru eitt af fáum ríkjum heims þar sem enn eru dauðarefsingar. Víða eru dómarar og saksóknarar kjörnir í kosningum sem hefur þær afleiðingar að þeir hegða sér oft eins og stjórnmálamenn. 7. Í landinu ríkir mikill ójöfnuður, ekki síst eigna. Landið er þekkt fyrir mikinn skort á tækifærum á að komast úr fátækt. 8. Mikil mengun er í Bandaríkjunum en þau eru ábyrg fyrir um 15% af mengun jarðar þótt þeir séu aðeins rúmlega 4% af jarðarbúum. 9. Bandaríkin eru eftirbátar margra annarra þjóða í jafnréttismálum, ekki síst í viðskiptum og stjórnmálum, en tæplega 80% þingmanna eru karlar. 10. Landið býr við einna hæstu glæpatíðni í heimi og fjöldaskotárásir eru reglulegar. Víða er fangelsiskerfið einkarekið sem hefur hag af því að hafa sem flesta fanga. Ég bjó í New York um tíma. Borgin er skemmtileg og fólkið þar er hjálpsamt. Þótt landið hafi mjög margt gott að bjóða þá er landið einnig meingallað eins og hér er rakið. Þurfa Bandaríkin kannski einhverja hjálp? Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar