Innlent

Al­var­legum bifhjólaslysum fjölgaði milli ára

Atli Ísleifsson skrifar
Einn bifhjólamaður lést á síðasta ári.
Einn bifhjólamaður lést á síðasta ári. Getty

Fjöldi þeirra sem ferðuðust á þungum bifhjólum og slösuðust eða létust á síðasta ári fjölgaði milli ára, fór úr fjórtán árið 2018 í tuttugu á síðasta ári.

Þetta kemur fram í úttekt Samgöngustofu, en einn bifhjólamaður lést árið 2019.

Í úttektinni kemur fram að fjöldi skráðra þungra bifhjóla sé samkvæmt tölum Samgöngustofu 128 prósent meiri árið 2019 en var árið 2010.

„Fjöldi látinna og slasaðra bifhjólamanna er kominn niður í 55% á sama tímabili en þetta sýnir að mun minni líkur eru á að hvert og eitt bifhjól komi við sögu í slysum. Bifhjólamenn voru því mun öruggari árið 2019 samanborðið við árið 2010.“

Ennfremur segir frá því að ljóst sé að það hafi verið mun meiri umferð bifhjóla árið 2019 og þá fyrst og fremst vegna þess að veður það ár hafi verið mun hagstæðara til aksturs en árið 2018.

„Jafnmargir slösuðust alvarlega og lítilega á þungum bifhjólum árið 2019 eða 19 í hvorum hóp. Líkurnar á að alvarlegt slys verði á þungu bifhjóli eru mun meiri en í bíl en í fyrra slösuðust 180 alvarlega í bílum en 1060 lítilsháttar,“ segir í gögnunum frá Samgöngustofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×