Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 18:11 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um að ganga pólitískra erinda Trump forseta. Hann hefur hlutast til í málum tveggja vina og bandamanna forsetans til að ýmist milda refsingu þeirra eða fella ákærur niður. AP/John Bazemore Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax. Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax.
Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00