Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 10. júní 2020 23:33 Albertína Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Stöð 2/Einar Árnason. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Örri þróun í smíði rafmagnsflugvéla var lýst í fréttum okkar í gærkvöldi en þar spáði Friðrik Pálsson því að Íslendingar yrðu farnir að fljúga á rafmagni innan sjö til átta ára. „Ég held að það sé virkilega raunhæfur kostur að við séum að sjá, sérstaklega þessar styttri leiðir, bara rafvæddar á þeim tíma,“ segir Albertína, sem er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Magni X flaug í fyrsta sinn á rafmagnshreyfli fyrir hálfum mánuði í Bandaríkjunum og varð þar með stærsta rafmagnsflugvél heims. Þetta er í raun breytt vél af gerðinni Cessna Grand Caravan og tekur níu farþega.Mynd/Magni X. Albertína er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. Þar er lagt til að rannsóknir og undirbúningur rafvæðingar flugsins fari strax inn á samgönguáætlun. Hún segir Íslendinga ekki mega sitja eftir þegar aðrar Norðurlandaþjóðir séu að marka slíka stefnu. „Nordic Innovation, sem er undir Norðurlandaráði, er að vinna að þessu statt og stöðugt bara núna,“ segir Albertína en í greinargerð tillögunnar kemur fram að stofnunin hafi styrkt sameiginlegt verkefni systurstofnana Isavia; Swedavia, Finavia og Avinor, til þess að þróa staðla fyrir rafmagnsflugvélar. Þannig stefni Norðurlöndin að því að verða í forystu á þessu sviði. Sænska fyrirtækið Heart Aerospace stefnir að því að þessi 19 sæta vél verði farin að fljúga með farþega eftir 5 ár. Henni er ætlað að þjóna áfangastöðum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Loftlínan milli Reykjavíkurflugvallar og Egilsstaðaflugvallar, lengstu áætlunarleiðarinnar á Íslandi, er 380 kílómetrar.Mynd/Heart Aerospace. Íslendingar eigi að taka fullan þátt í þessu, að mati Albertínu, og leggja sitt af mörkum til þess að rafvæða flugið. Hún segir þarna gríðarleg tækifæri. „Þá erum við að tala um að nota innlenda orkugjafa til þess að keyra flugið, - að ég tali ekki um að lækka kolefnisfótsporið af fluginu. En flugið er gríðarlega mikilvæg samgönguleið fyrir bæði höfuðborg og landsbyggðina,“ segir hún. Athygli vekur að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli flytja málið, þess flokks sem leiðir baráttuna gegn Reykjavíkurflugvelli. En er rafvæðing flugsins ekki rök fyrir því að halda flugvellinum? „Nei, þetta kemur flugvellinum í rauninni ekkert við. Við þurfum að rafvæða flugið hvort sem flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni eða annarsstaðar. Hins vegar varðandi Reykjavíkurflugvöll þá er náttúrlega alveg ljóst að góð tenging er nauðsynleg milli landsbyggðanna og höfuðborgarinnar. En það liggur fyrir samkomulag um að flugvöllurinn verður þar sem hann er þangað til jafngóður eða betri kostur finnst. Og við það samkomulag á að standa,“ segir Albertína Elíasdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Borgarstjórn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24