Lögreglustjórar landsins fá fræðslu um fordóma í lögreglustarfinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 12:36 Margrét Valdimarsdóttir, afbrotafræðingur og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir því við Dr. Margréti Valdimarsdóttur, lektor í lögreglufræði við háskólann á Akureyri, að hún hitti ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra landsins á fundi til þess að fræða þá um rannsóknir á fordómum í lögreglustarfinu. Margrét greinir frá þessu á Twitter og segir þar að einnig eigi að ræða mögulegar rannsóknir á íslensku lögreglunni. Í samtali við Vísi segir Margrét að þarna sé Sigríður Björk Guðjónsdóttir, nýskipaður ríkislögreglustjóri, að stíga jákvætt skref. Lögreglumenn og störf þeirra hafa verið í brennidepli víða um heim að undanförnu eftir morðið á George Floyd í Bandaríkjunum, sem lést eftir að lögregluþjónn kraup á hálsi Floyds í um níu mínútur. Upp hafa blossað mikið mótmæli vegna lögregluofbeldis og kynþáttafordóma innan lögreglunnar í Bandaríkjunum, og hafa mótmælin breiðst út um víða veröld. Margrét segir það afar ánægjulegt að hér á landi séu það viðbrögð ríkislögreglustjóra að hlutast til um það að yfirmenn lögreglunnar fái fræðslu um rannsóknir á fordómum innan lögreglunnar. „Það að hún eigi frumkvæðið, það er merki um styrk og auðmýkt“, segir Margrét sem nam afbrotafræði í New York í Bandaríkjunum og þekkir því afar vel til samskipta lögreglunnar og borgara þar í landi. Viðbrögð Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra séu þveröfug og öllu jákvæðari en hvernig oft er tekið í gagnrýni á störf lögreglu í Bandaríkjunum. Segir hún að þar séu mjög algeng viðbrögð lögreglumanna og talsmanna þeirra að taka mjög illa í það þegar gagnrýni komi fram á störf þeirra, sérstaklega frá embættismönnum eða kjörnum fulltrúum. Þannig tekur hún dæmi frá árinu 2014 þegar lögreglumenn sneru baki við Bill de Blasio, borgarstjóra New York, er hann hélt minningarræðu í jarðarför tveggja lögreglumanna sem voru myrtir við skyldustörf. Voru lögreglumenninir ósáttir við fyrri ummæli de Blasio í garð lögreglunnar eftir að hinn þeldökki Eric Garner lést eftir viðskipti sín við lögreglumenn í borginni. Fundurinn verður haldinn í næstu viku, en þar á einnig að ræða mögulegar rannsóknir á fordómum í lögreglunni hér á landi, eitthvað sem að sögn Margrétar hefur lítið verið rannsakað.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira