Þorvaldur segir að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórmálastétt Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2020 15:49 Þeir sem vilja kynna sér hagfræðilegan ágreining Bjarna Benediktssonar og Þorvaldar Bjarnasonar gerðu margt vitlausara en lesa nýja grein Þorvaldar í Tímariti máls og menningar. Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar. Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þorvaldur Gylfason prófessor segir að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál. Þá segir hann jafnframt að Ísland þurfi betri og heiðarlegri stjórnmálastétt. Sumir verða fokvondir Þetta kemur fram í fræðilegri ritgerð sem hann birti í Tímariti máls og menningar. Hann tengir við grein sína á Facebooksíðu sinni og fylgir henni úr hlaði með þeim orðum að um sé að ræða afmælisgrein um hrunið. „Sumir lesendur munu verða fokvondir, flestir þykist ég vita vegna þess að þeir líta atburðina sem um er fjallað sömu augum og ég -- sem er allsendis óreiður og sultuslakur,“ segir Þorvaldur og lætur broskall fylgja. Hann er þar án nokkurs vafa að vísa til þeirra mála sem hafa tröllriðið fréttamiðlum undanfarin dægur þess efnis að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi lagst gegn ráðningu hans sem ritstjóra faritsins samnorræna Nordic Economic Policy Review. „En, nokkrir vegna þess að þeim finnst sárt að bent sé á ábyrgð þeirra á hruninu og fleira,“ bætir Þorvaldur við. Ólígarkar í stórútgerð leggja auðlindina undir sig Í niðurstöðukafla hinnar ítarlegu greinar kemur fram sú skoðun að Ísland þurfi fjárhagslegt bókhald yfir auð þjóðarinnar og skiptingu hans. En Þorvaldur segir misskiptingu mikla á Íslandi. „Ekki síst vegna þess að ólígarkar í stórútgerð hafa, með málamyndaveiðigjöldum frá árinu 2002, fengið afhent 90% auðlindarentunnar af fiskveiðum. Almenningi, réttmætum eiganda auðlindarinnar lögum samkvæmt, eru skömmtuð 10%. Vanræksla stjórnvalda við að finna féð sem hvarf í Hruninu undirstrikar nauðsyn þessa og það gerir einnig framganga Seðlabanka Íslands sem bauð mönnum að flytja fé til Íslands 2012–2015 án þess að spyrja um uppruna fjárins og án þess að gera skattayfirvöldum viðvart nema síðasta árið.“ Þá segir Þorvaldur að Ísland þurfi að taka í gegn fjármálakerfi sitt og peningamál.“ Til þess standa ýmis rök að sögn Þorvaldar, ein röksemdin er hagræn byggð á sögu mikillar verðbólgu í landinu. Önnur röksemd er dæmi um Írland sem sýnir að sveigjanlegt gengi sé ekki nauðsynlegt til að ná fram hröðum efnahagsbata eftir fjármálaáföll, eins og færð hafa verið rök fyrir. Og þá segir jafnframt og meðal annars að Ísland þurfi betri, heiðarlegri og hæfari stjórnmálastétt, eins og Alþingi sjálft viðurkenndi í verki með einróma þingsályktun 2010. Ef að líkum lætur er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerlega ósammála niðurstöðum Þorvaldar.
Efnahagsmál Hrunið Tengdar fréttir Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26 Bjarni segir það í samræmi við sinn vilja að varað var við Þorvaldi 11. júní 2020 10:36 Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Helga Vala sakar Bjarna og Sjálfstæðisflokkinn um „berufsverbot“ Ummæli um Sjálfstæðisflokkinn vógu þungt í afstöðu Bjarna til Þorvaldar. 11. júní 2020 14:26
Tjáir sig ekki um bréfin þar sem goldinn er varhugur við Þorvaldi Ólafur Heiðar Helgason sérfræðingur er sá sem stóð í umdeildum bréfaskriftum við norrænu ráðherranefndina. 10. júní 2020 14:42