Mannleg mistök orsök strands við Helguvík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 18:24 Fjordvik strandaði í Helguvík í nóvember 2018. Vísir/Jóhann K. Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla. Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Orsök strands sementsflutningaskipsins Fjordvik, sem strandaði við Helguvík þann 3. nóvember 2018, eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Svo hljóða niðurstöður rannsóknarnefndar samgönguslysa sem koma fram í skýrslu nefndarinnar um slysið sem birt var í dag. Þá segir í skýrslunni að þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki hafst sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa. Skipið var að koma frá Nordskala í Færeyjum til Helguvíkur þegar það strandaði eftir að því var siglt röngu megin við varnargarð með þeim afleiðingum að það strandaði með bakborðssíðu utan í grjótgarði. Verulegar skemmdir urðu á skipinu og kom mikill leki í kjölfarið. Skipið var dregið af strandstað sex dögum síðar til Keflavíkur þar sem það var búið til frekari flutnings. Þá var skipið dregið til Hafnarfjarðar þar sem því var komið í flotkví og í kjölfar skoðunar var það dæmt óviðgerðarhæft og flutt til Belgíu þar sem það var rifið niður. Þá telur nefndin ríka ástæðu til að gera tillögur í öryggisátt til útgerðar og skipstjóra um verklagsreglur varðandi siglingu með lóðs. Skipstjóri skuli undantekningarlaust fara vel yfir væntanlega siglingu og veðuraðstæður undir leiðsögn hafnsögumanns ásamt því að kynna sér vel undankomuleiðir. Þá skuli skipstjóri þrátt fyrir sameiginlega ákvörðun hans og hafnsögumanns sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr svo komið sé í veg fyrir misskilning. Nefndin beinir tilmælum einnig til hafnaryfirvalda um skriflegar verklagsreglur fyrir hafnsögumenn. Þeir skuli meðal annars afla sér upplýsinga um viðkomandi skip ásamt ástandi þess, færni og takmörkunum. Hann skuli skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni auk fleiri tilmæla.
Samgönguslys Strand í Helguvík Reykjanesbær Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira