Pétur Jóhann biðst afsökunar á myndbandinu Sylvía Hall skrifar 13. júní 2020 17:12 Pétur Jóhann Sigfússon hefur beðist afsökunar. Vísir Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á myndbandi sem Björn Bragi Arnarson birti á Instagram. Hann segist hafa lært af málinu og þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfarið. „Myndband sem var tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Ég biðst einlægrar afsökunar á framgöngu minni í þessu myndbandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa,“ skrifar Pétur. Myndbandið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og ritaði Sema Erla Serdar langa færslu á Facebook þar sem hún fordæmdi myndbandið og hegðun þeirra sem þar voru og hlógu með. Sagði hún myndbandið skýrt dæmi um rasíska hegðun sem væri enn rótgróin í íslensku samfélagi. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um fordómafullt „grín“ og þá fordóma sem fólk af erlendum uppruna verður fyrir hér á landi. Ein þeirra sem tjáði sig um þá var hin 21 árs gamla Díana Katrín Þorsteinsdóttir, sem er fædd og uppalin á Íslandi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Díana slíkt vera algengt hér á landi. Hún hafi alla tíð upplifað fordóma og þekki marga í sömu stöðu. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni. 10. júní 2020 22:06 Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann biðst afsökunar á myndbandi sem Björn Bragi Arnarson birti á Instagram. Hann segist hafa lært af málinu og þeirri umræðu sem fylgdi í kjölfarið. „Myndband sem var tekið var af mér í einkasamkvæmi um síðustu helgi hefur farið sem eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Ég biðst einlægrar afsökunar á framgöngu minni í þessu myndbandi og þykir leitt að hafa sært. Það var ekki ætlun mín að særa,“ skrifar Pétur. Myndbandið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og ritaði Sema Erla Serdar langa færslu á Facebook þar sem hún fordæmdi myndbandið og hegðun þeirra sem þar voru og hlógu með. Sagði hún myndbandið skýrt dæmi um rasíska hegðun sem væri enn rótgróin í íslensku samfélagi. Í kjölfarið fór af stað mikil umræða um fordómafullt „grín“ og þá fordóma sem fólk af erlendum uppruna verður fyrir hér á landi. Ein þeirra sem tjáði sig um þá var hin 21 árs gamla Díana Katrín Þorsteinsdóttir, sem er fædd og uppalin á Íslandi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í gær sagði Díana slíkt vera algengt hér á landi. Hún hafi alla tíð upplifað fordóma og þekki marga í sömu stöðu. „Ég hataði að vera tælensk. Mér fannst það bara ógeðslegt og byrjaði að hafa mikla fordóma fyrir því að ég væri tælensk. Hætti að vilja sjást með mömmu minni í almenningi því ég var svo hrædd um að það yrði gert grín að henni líka. Ég hélt að ég væri að vernda hana en ég missti því tengsl við mömmu mína,“ sagði Díana Katrín.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni. 10. júní 2020 22:06 Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Stendur við gagnrýnina og segir myndbandið skýrt dæmi um rasisma Sema Erla Serdar hefur birt stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún ræðir viðbrögð við fyrri færslu sinni. 10. júní 2020 22:06
Sema sakar Pétur Jóhann, Egil Einarsson og Björn Braga um viðbjóðslega fordóma Baráttukonan segir þessa kóna stórkostlegt dæmi um forréttindablindu hvíta, miðaldra karlmannsins. 9. júní 2020 16:42