Brosmildir Kringlugestir tóku hundunum fagnandi Sylvía Hall skrifar 14. júní 2020 15:52 Þessi hundur fékk að kíkja í Kringluferð í dag. Vísir/Einar Kringlan leyfði í fyrsta sinn hunda í verslunarmiðstöðinni í dag en framvegis verður heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Stærri hundar eru ekki bannaðir, en þó eru viðskiptavinir beðnir vinsamlega um að virða þær reglur sem gilda um heimsóknir hundanna. „Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Skv reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti - og læknastofur. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna þeim verslunum/ þjónustuaðilum skilning, sem ekki eru í stakk búin að leyfa hundaheimsóknir.“ Soffía Kristín Kwaszenko var á meðal þeirra hundaeigenda sem lagði leið sína í Kringluna í dag. Hún sagði nauðsynlegt að halda daginn hátíðlegan og var ánægð með breytingarnar. Soffía segir mikið gleðiefni að öll fjölskyldan geti nú farið í Kringluna.Vísir/einar „Þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig. Hundurinn þarf umhverfisþjálfun og hefur lítið verið í svona aðstæðum, en hann stóð sig með prýði. Fólk var rosalega brosmilt og glatt að sjá hann,“ sagði Soffía, en hún tók hundinn sinn Mangó með sér. „Þetta er smá skref í rétta átt. Vonandi taka fleiri þetta upp og að þetta verði alla daga. Ég vona að aðrir hundaeigendur verði okkur til sóma.“ Hún segist hafa tekið eftir umræðu á samfélagsmiðlum um mögulegan sóðaskap vegna hundanna. Sjálf hefur hún litlar áhyggjur af því, enda sé það undir eigendum komið að þjálfa hundana og að þeir séu yfirleitt þrifalegri en mannfólkið. „Ég held að hundarnir hafi vinninginn þar.“ Þetta verkefni Kringlunnar hefur fengið leyfi frá umhverfisráðuneytinu og heilbrigðiseftirliti borgarinnar. Það er þó í stöðugu endurmati og eru viðskiptavinir beðnir um að kynna sér þær reglur og skilmála sem Kringlan hefur sett fram. Hér að neðan má sjá nokkra káta gesti Kringlunnar í dag, sem voru margir hverjir í loðnari kantinum. Vísir/einar vísir/Einar vísir/einar vísir/einar vísir/Einar Dýr Verslun Gæludýr Reykjavík Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Kringlan leyfði í fyrsta sinn hunda í verslunarmiðstöðinni í dag en framvegis verður heimilt að taka með sér smáhunda í verslunarmiðstöðina á sunnudögum. Stærri hundar eru ekki bannaðir, en þó eru viðskiptavinir beðnir vinsamlega um að virða þær reglur sem gilda um heimsóknir hundanna. „Skilyrði eru að það sé hægt að halda á þeim í rúllustiga og/eða kippa þeim í fangið ef eitthvað kemur upp á. Skv reglugerðum eru hundar ekki leyfðir í matvöruverslanir, inn á snyrti - og læknastofur. Viðskiptavinir eru beðnir um að sýna þeim verslunum/ þjónustuaðilum skilning, sem ekki eru í stakk búin að leyfa hundaheimsóknir.“ Soffía Kristín Kwaszenko var á meðal þeirra hundaeigenda sem lagði leið sína í Kringluna í dag. Hún sagði nauðsynlegt að halda daginn hátíðlegan og var ánægð með breytingarnar. Soffía segir mikið gleðiefni að öll fjölskyldan geti nú farið í Kringluna.Vísir/einar „Þetta gekk alveg rosalega vel fyrir sig. Hundurinn þarf umhverfisþjálfun og hefur lítið verið í svona aðstæðum, en hann stóð sig með prýði. Fólk var rosalega brosmilt og glatt að sjá hann,“ sagði Soffía, en hún tók hundinn sinn Mangó með sér. „Þetta er smá skref í rétta átt. Vonandi taka fleiri þetta upp og að þetta verði alla daga. Ég vona að aðrir hundaeigendur verði okkur til sóma.“ Hún segist hafa tekið eftir umræðu á samfélagsmiðlum um mögulegan sóðaskap vegna hundanna. Sjálf hefur hún litlar áhyggjur af því, enda sé það undir eigendum komið að þjálfa hundana og að þeir séu yfirleitt þrifalegri en mannfólkið. „Ég held að hundarnir hafi vinninginn þar.“ Þetta verkefni Kringlunnar hefur fengið leyfi frá umhverfisráðuneytinu og heilbrigðiseftirliti borgarinnar. Það er þó í stöðugu endurmati og eru viðskiptavinir beðnir um að kynna sér þær reglur og skilmála sem Kringlan hefur sett fram. Hér að neðan má sjá nokkra káta gesti Kringlunnar í dag, sem voru margir hverjir í loðnari kantinum. Vísir/einar vísir/Einar vísir/einar vísir/einar vísir/Einar
Dýr Verslun Gæludýr Reykjavík Mest lesið Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira