Fimmmenningarnir sem gáfu sig fram voru þeir sem lögregla leitaði Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2020 08:15 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Mennirnir fimm sem mættu á lögreglustöðina á Hverfisgötu í nótt voru í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í morgun. Mennirnir hafi verið fluttir á Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg og málið sé nú skoðað út frá sóttvarnalögum. „Við vitum ekki öll smáatriði málsins. Við vorum að leita að fimm til sex svo við erum að sjá hvort að við séum búin að ná utan um og náð sambandi við alla þá sem við vildum.“ Leigubílstjórarnir í sóttkví Í tilkynningu frá lögreglunni sem send var á fjölmiðla í morgun sagði að fimm erlendir aðilar hafi brotið sóttvarnalög um klukkan tvö í nótt þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð við Hverfisgötu til að tilkynna um breyttan dvalarstað. „Aðspurðir af hverju þeir tilkynntu ekki um breyttan dvalarstað með símtali þá sögðust þau ekki hafa nennt því og töldu þessa leið einfaldari. Aðilarnir voru færðir til vistunar á sóttvarnarhótel. Einnig var haft upp á ökumönnum leigubifreiðanna og þeim tilkynnt að þeirra biði sóttkví,“ sagði í tilkynningunni. Leggst vel í Víði Sagt var frá því í gær að lögregla leitaði sex manna sem voru taldir tengjast þeim Rúmenum sem lýst var eftir og síðar haft upp á vegna brota á reglum um sóttkví. Víðir segir annars að dagurinn leggist vel í sig, en von er á nokkrum fjölda fólks til Keflavíkurflugvallar í átta vélum. „Það er allt tilbúið á Keflavíkurflugvelli og við erum tilbúin í þetta verkefni,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Mennirnir fimm sem mættu á lögreglustöðina á Hverfisgötu í nótt voru í hópi þeirra Rúmena sem lögregla leitaði að í gær. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í morgun. Mennirnir hafi verið fluttir á Sóttvarnahúsið við Rauðarárstíg og málið sé nú skoðað út frá sóttvarnalögum. „Við vitum ekki öll smáatriði málsins. Við vorum að leita að fimm til sex svo við erum að sjá hvort að við séum búin að ná utan um og náð sambandi við alla þá sem við vildum.“ Leigubílstjórarnir í sóttkví Í tilkynningu frá lögreglunni sem send var á fjölmiðla í morgun sagði að fimm erlendir aðilar hafi brotið sóttvarnalög um klukkan tvö í nótt þegar þeir mættu í tveimur leigubílum á lögreglustöð við Hverfisgötu til að tilkynna um breyttan dvalarstað. „Aðspurðir af hverju þeir tilkynntu ekki um breyttan dvalarstað með símtali þá sögðust þau ekki hafa nennt því og töldu þessa leið einfaldari. Aðilarnir voru færðir til vistunar á sóttvarnarhótel. Einnig var haft upp á ökumönnum leigubifreiðanna og þeim tilkynnt að þeirra biði sóttkví,“ sagði í tilkynningunni. Leggst vel í Víði Sagt var frá því í gær að lögregla leitaði sex manna sem voru taldir tengjast þeim Rúmenum sem lýst var eftir og síðar haft upp á vegna brota á reglum um sóttkví. Víðir segir annars að dagurinn leggist vel í sig, en von er á nokkrum fjölda fólks til Keflavíkurflugvallar í átta vélum. „Það er allt tilbúið á Keflavíkurflugvelli og við erum tilbúin í þetta verkefni,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00 Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50 Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Sjá meira
Lýsa mögulega eftir mönnunum sex í kvöld eða á morgun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, segir að mögulega verði lýst eftir sex mönnum sem lögregla reynir nú að hafa uppi á, til viðbótar við þá sex Rúmena sem komið verður í sóttkví eða einangrun í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg. Það komi í ljós í kvöld eða á morgun. 14. júní 2020 19:00
Þriðji maðurinn fundinn en sex leitað til viðbótar Lögreglan leitar nú að sex mönnum til viðbótar í tengslum við mál Rúmenanna sem handteknir voru á föstudag. 14. júní 2020 16:50
Segir Rúmena á Íslandi óttast aukna fordóma vegna umfjöllunar síðustu daga Mirabela Aurelia Blaga, rúmenskutúlkur, landamæravörður og laganemi við Háskólann í Reykjavík, segist hafa skynjað auknar áhyggjur meðal Rúmena hér á landi af fordómum í sinn garð. Ástæðan eru viðbrögð við umfjöllun um þá rúmensku menn sem greindust með kórónuveiruna eftir að hafa verið handteknir á Suðurlandi á föstudag. 14. júní 2020 20:39