Leikarinn Aron Már Ólafsson eða AronMola var gestur Ásgeirs Kolbeinssonar síðasta laugardag í Sjáðu. Þar fór hann yfir sínar uppáhalds kvikmyndir.
Jim Carrey er í miklu uppáhaldi hjá honum og hefur hann m.a. náð að stæla eina af hreyfingum hans.
Hann horfir mikið á hryllings og hrollvekjur og er ásamt nokkrum vinum sínum í kvikmyndaklúbb sem spáir mikið í spennu og hrollvekjum.
Hér að neðan má sjá þáttinn í heild sinni en næsti gestur Ásgeirs er stórleikarinn Jóhannes Haukur.