„Algjört kaos“ í breskum morgunþætti eftir að Katrín og félagar gleymdu tímamismuninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júní 2020 18:30 Phillip Schofield, til vinstri, virtist hafa húmor fyrir tímaruglingnum hjá Katrínu Jakobsdóttur og samstarfsmönnum hennar. Mynd/skjáskot/Vilhelm Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020 Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Það varð uppi fótur og fit í breska morgunþættinum This Morning Live á ITV-sjónvarpstöðinni í morgun þegar þáttastjórnendur neyddust meðal annars til þess að borða ost í stað þess að tala við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Katrín var bókuð í viðtal í þættinum en að sögn þáttastjórnenda virðist það hafa gleymst hér á Íslandi að klukkan í Bretlandi er einum tíma á undan klukkunni hér á landi. Phillip Schofield, einn af þáttastjórnendum, virtist reyndar hafa nokkuð gaman af þessum misskilningi, í það minnsta glotti hann við tönn þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum að það sem hefði verið kynnt sem efni þáttar dagsins myndi riðlast. „Það er allt fokið út um gluggann vegna þess, og þetta er eitthvað sem maður segir ekki á hverjum degi, forsætisráðherra Íslands ruglaðist á tíma,“ sagði hann og hló, líkt og sjá má í frétt SUN. „Þau gleymdu tímamismuninum. Við eigum að vera að tala við forsætisráðherra Íslands, en nú ríkir hér algjört kaos,“ bætti Schofield við, nokkuð léttur. Kaosið var reyndar ekki meira en svo að þeim tókst að fá næsta gest til þess að mæta aðeins fyrr. Kokkurinn James Martin mætti í þáttinn og útbjó meðal annars dýrindis ostabakka. Það reyndist ágætt fyrir þáttastjórnendur sem þurftu að fylla upp í það gat sem opnaðist vegna klukkuruglingsins. „Við þurfum að fylla upp í þáttinn í augnablikinu vegna þess að við erum ekki enn viss hvort að íslenski forsætisráðherrann komi,“ sagði Schofield. „Þannig að við erum hér með nýtt efni á ITV, þetta heitir Phillip og Holly borða ost.“ Þannig mátti sjá hann og kollega hans, Holly Willoughby, borða ost án þess að segja mikið í beinni útsendingu, með léttri tónlist undir, eins og sjá má hér að neðan. 'Phillip and Holly eat cheese' is strangely watchable! Reinvent your own cheeseboard with @jamesmartinchef https://t.co/61Ui82NWyh pic.twitter.com/UuOi48IcWR— This Morning (@thismorning) June 15, 2020
Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira