Lögreglumaður sem lagði ekki hald á fíkniefni við húsleit sýknaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júní 2020 06:41 Lögreglumaðurinn var sýknaður. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Lögreglumaður sem kærður var fyrir brot í opinberu starfi eftir að hafa ekki lagt hald á kannabisblandaðan vökva og hafa ekki sinnt skyldum sínum sem lögreglumaður til að framkvæma frekari leit að fíkniefnum við húsleit var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Lögreglumaðurinn var kærður fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi en talið var að tæplega 1.900 grömm af kannabisefnum og 1,700 ml af kannabisblönduðum vökva hafi verið í húsnæði sem hann gerði leit í þann 22. maí 2019. Þegar aðrir lögreglumenn leituðu í húsnæðinu daginn eftir fundust fíkniefnin. Lögreglumaðurinn, ásamt öðrum lögreglumanni, gerði húsleit hjá tveimur mönnum eftir að hafa fundið kannabislykt berast af heimilinu og fengu þeir samþykki húsráðanda til að fara inn á heimilið. Í atvikaskýrslu sem síðarnefndur lögreglumaður undirritaði kemur meðal annars fram að annar húsráðandi hafi upplýst að hann væri að sjóða afklippur af kannabis til að búa til olíu. Þá hafi mátt sjá lítinn stálpott inni í eldhúsinu með fremur miklu magni af kannabisafklippum að því er fram kemur í dómnum. Á vaskinum hafi tvær glærar matarskálar staðið með mauksoðnum kannabisafklippum. Inni í stofu hafi staðið hvít fata sem lögreglumaðurinn taldi minnst tíu lítra sem var hálffull af kannabislaufum sem annar húsráðanda kvaðst vera búinn að sigta frá og var að undirbúa að sjóða. Þetta kemur allt fram í atvikaskýrslu sem var ódagsett en undirrituð af öðrum lögreglumannanna, þeim sem ekki var kærður. Einnig hafi svartur ruslapoki verið á gólfinu sem ákærði lögreglumaðurinn skoðaði. Þá kemur fram að lögreglumennirnir hafi farið af vettvangi án þess að aðhafast frekar varðandi efnin og hafi ákærði tekið þá ákvörðun. Einnig hafi hann beðið lögreglumanninn sem skrifaði skýrsluna að ræða ekki þá niðurstöðu hans að leggja ekki hald á efnin við aðra lögreglumenn. Sást ekki í gólfið fyrir drasli Daginn eftir hafi lögreglumaðurinn sem ritaði skýrsluna og varðstjóri farið aftur á heimilið, fundið megna kannabislykt frá því og í framhaldi farið inn í húsið, hitt húsráðanda og lagt hald á fíkniefnin. Tekið var fram í atvikaskýrslunni að varla hafi sést í gólfið á heimilinu fyrir drasli og varla hafi verið hægt að ganga þar um gólf. Húsnæðið hafi verið mjög skítugt og sýndu myndir sem teknar voru á vettvangi síðara skiptið að svo hafi verið. Ákærði lögreglumaðurinn lýsti því fyrir dómnum að húsráðandi hafi sýnt þeim pottinn sem ákærði sagði „3-500 millilítra af gruggugu skítugu vatni.“ Húsráðandi hafi sagt að í pottinum væri afgangs kannabiskurl og mulningur sem hann hafi notað til að búa til cbd-olíu. Þá hafi hann spurt húsráðanda hvort frekari fíkniefni væri að finna á heimilinu en hann hafi sagt að eingöngu væri um fíkniefnin í pottinum að ræða. Samkvæmt niðurstöðum dómsins er ekki talin næg sönnun fyrir því að mauk eða sjáanlegar kannabisafklippur hafi verið í pottinum heldur efni í vökvaformi. Þá þykir sannað að um hafi verið að ræða samskonar vökva og lagt var hald á daginn eftir. Þá er ekki talin hafa verið færð sönnun þess að potturinn hafi verið á eldavél í húsnæðinu að kvöldi 22. maí 2019.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira