Nær öruggt að Meistaradeildin mun fara fram með breyttu sniði í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. júní 2020 09:05 Atletico Madrid er að öllum líkindum á leið til Lissabon en þeir slógu ríkjandi Evrópumeistarana í Liverpool út fyrr á árinu. Simon Stacpoole/Getty Images Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Það er nær öruggt að Meistaradeild Evrópu í fótbolta verði leikin til þrautar í Lissabon í Portúgal yfir tólf daga tímabil. Munu allir leikirnir fara fram í pörtúgölsku höfuðborginni en Sky Sports greinir frá. Aðeins verður leikinn einn leikur til að skera úr um hvaða lið komast áfram en eins og þekkt er leika liðin venjulega heima og að heiman. Færu leikirnir fram á Estadio da Luiz, heimavelli Benfica, og Estadio Jose Alvalde, heimavelli Sporting Lissabon. Leikir í 8-liða úrslitum keppninnar færu fram á milli 12. og 15. ágúst. Undanúrslitaleikirnir tveir væru svo 18. og 19. ágúst á meðan úrslitaleikurinn sjálfur færi fram 23. ágúst. Talið er að framkvæmdanefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, samþykki tillögu sem staðfestir þetta fyrirkomulag á fundi sínum á morgun, miðvikudag. Það á enn eftir að ákveða hvað verður gert við þá leiki sem eftir eru í 16-liða úrslitum keppninnar. Manchester City átti til að mynda eftir að mæta Real Madrid á Etihad-vellinum í Manchester í síðari leik liðanna en City vann óvæntan 2-1 sigur í Madríd. Chelsea er svo gott sem dottið úr leik eftir að hafa tapað 3-0 fyrir Bayern Munich í London. Sem stendur myndu allir leikirnir fara fram fyrir luktum dyrum en fari svo að portúgalska ríkisstjórnin slaki á fjöldatakmörkunum gæti verið að miðar verði seldir á leikina. Líklegt er að Evrópudeildin endi í svipuðum farvegi en þar yrði leikið í þýsku borgunum Frankfurt eða Dusseldorf. Sama á við um Meistarardeild kvenna og yrðu þeir leikir spilaðir á Spáni. Það á þó enn eftir að staðfesta það. Ástæðan fyrir breyttu fyrirkomulagi er sú að sökum kórónufaraldursins er ómögulegt að klára keppnina á tilsettum tíma áður en næsta tímabil á að hefjast. Því hefur sú leið verið farin sem þekkist frekar á sumarmótum yngri flokka en ljóst að ef framkvæmdastjórn UEFA samþykkir tillöguna þá verður boðið til fótboltaveislu frá og með 12. ágúst.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Portúgal Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira