Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. júní 2020 13:51 Þorvaldur Gylfason, Bjarni Benediktsson og Lars Calmfors. Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits. Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. Lars Calmfors sem ritstýrð norræna fræðitímaritinu Nordic Economic Policy Review síðustu þrjú ár gagnrýndi í fréttum okkar í gær að Bjarni Benediktsson hefði haft afskipti af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar sem ritstjóra tímaritsins. Í tölvupósti frá Lars í dag segist hann vilja þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra vegna orða Bjarna Benediktssonar sem snertu hann og féllu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í gær um mál Þorvaldar Gylfasonar. „Ég mælti með Þorvaldi í starfið því ég taldi að hann uppfyllti hæfniskröfur í það. Hann er þekktur alþjóðlega sem hagfræðingur með hæfni á mörgum sviðum og hefur mikla reynslu af því að gera akademísk fræði aðgengileg fyrir stefnumótun. Þá hefur hann yfirgripsmikla þekkingu í vanda norrænna landa í efnahagsmálum. Að því ég best veit setti íslenska fjármálaráðuneytið ekkert út á fræðistörf Þorvaldar heldur vísaði til pólitískra afskipta hans,“ segir Lars í tölvupósti. Lars Calmfors segist afar undrandi á að hafa þar verið sakaður af fjármálaráðherra um vinahygli þegar hann réð Þorvald Gylfasson hagfræðiprófessor sem arftaka sinn. Hann telur að ráðherra hafi aldrei áður skipt sér af ráðningu við tímaritið og telur að tíma þeirra sé betur varið í önnur störf. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær að Þorvaldur Gylfason væri ekki heppilegur samstarfsmaður við ráðuneytið þegar kæmi að því að ritstýra tímaritinu. Bjarni hefði viljað konu sem hefði komið að stefnumótun stjórnvalda í efnahagsmálum. Um sé að ræða norrænt samstarf um útgáfu rits sem sé að ætlað styðja við stefnumótun ríkjanna. „Þannig að efnistökin í ritið séu valin í samráði ráðuneytana, í okkar tilviki fjármálaráðuneytið þannig að þær fræðigreinar sem að fæðast í samstarfinu séu innlegg í þá stefnumótun sem á sér stað á Norðurlöndunum, þetta hefur okkur fundist mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á fundinum í gær. Lars Calmfors segir að ritstjórnin ákveði efnistökin sem geti verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Hann telur að fjármálaráðuneti eigi ekki að stjórna efnistökunum. „Ég tel að við eigum að hafa góðar greinar í ritinu sem geta verið innlegg í stefnumótun í efnahagsmálum. Ég tel ekki að fjármálaráðuneytin sjálf eigi að stjórna efnistökunum. Ritstjórnin velur ákveðið þema sem við teljum að skipti máli fyrir stefnumótun og reynum svo að finna bestu höfundana til að skrifa um málefnið,“ segir Lars. Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum. Þar segir Lars Calmfors segir að málið geti haft áhrif á trúverðugleika umrædds tímarits.
Stjórnsýsla Efnahagsmál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira