Sjá fyrir sér að Keflavík verði rafhleðslustöð alþjóðaflugs Kristján Már Unnarsson skrifar 17. júní 2020 08:07 Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Viðtalið er tekið við rafhleðslustöð fyrir bíla í Kringlunni í Reykjavík. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur gæti orðið mikilvæg rafhleðslustöð fyrir fyrstu kynslóðir rafknúinna flugvéla sem ætlað er að komast yfir Atlantshafið. Hugmyndin var rædd á kynningarfundi þróunarfélags flugvallarins á dögunum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Þetta var raunar eitt mikilvægasta hlutverk Keflavíkurflugvallar um fimmtán ára skeið á árunum eftir stríð að þjóna sem eldsneytisstoppistöð þegar flugvélar drifu ekki yfir Atlantahafið án millilendingar. Þær nýttu þá einnig Gander á Nýfundnalandi og Prestvík í Skotlandi. Og enn í dag nýta skammdrægari vélar völlinn með þessum hætti. Eldsneyti dælt á flugvél bandaríska flugfélagsins TWA á Keflavíkurflugvelli í kringum árið 1950. Farþegaflugvélar eftirstríðsáranna urðu að millilenda á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið allt þar til þotuöldin gekk í garð í kringum 1960. Þá mátti stundum sjá heimsfræga Hollywood-leikara í flugstöðinni eins og Humphrey Bogart.Mynd/Úr safni Knúts Höiriis. Þeir hjá Kadeco, þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, velta því nú upp hvort huga þurfi að rafhleðslustöð. „Sumir segja að þetta sé handan við hornið. En ég held að það sé nú svolítill tími í að rafvélar fari að draga frá Íslandi til annarra landa. En við erum að hugsa til margra áratuga. Hérna getum við boðið upp á græna, íslenska, hreina orku og gert flugið umhverfisvænt – eins umhverfisvænt og það getur orðið – dregið úr hljóðvistarvandræðum og svoleiðis. Þannig að þetta er mjög stórt tækifæri,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Pipistrel-flugvél við rafhleðslustöð. Hún varð í síðustu viku fyrsta rafmagnsflugvélin til að fá alþjóðlegt lofthæfisskírteini þegar hún hlaut vottun Flugöryggisstofnunar Evrópu. Áður hafði hún verið rekin sem tilraunavél.Mynd/Pipistrel USA. Níu sæta vél flaug í fyrsta sinn fyrir rafmagni í síðasta mánuði, áformað er að nítján sæta vél flytji farþega eftir fimm ár og því er spáð að 200 sæta rafmagnsvélar verði komnar eftir áratug. Þeir hjá þróunarfélaginu segjast hugsa þrjátíu ár fram í tímann. „Innan tíu ára er talað um að stærri vélar geti farið að draga kannski þúsund kílómetra. Það nægir okkur ekki. En við erum að hugsa til lengri tíma þannig að þetta er klárlega innan okkar tímaramma.“ En vélar framtíðarinnar gætu líka verið mannlausir drónar. „Mannlausir rafmagns cargo drónar, sem gætu stoppað við í Keflavík og hlaðið á leiðinni frá Evrópu til Ameríku og öfugt. Þetta gæti verið kjörið til þess. Þeir þurfa líka stoppistöð til þess að hlaða á leiðinni,“ segir Pálmi Freyr. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Umhverfismál Loftslagsmál Samgöngur Tengdar fréttir Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24 Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33 Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Spáir því að Íslendingar fljúgi á rafmagni innan 7 til 8 ára Rafmagnsbylting er framundan í flugsamgöngum, að mati flugáhugamannsins Friðriks Pálssonar, sem spáir því að rafknúnar flugvélar verði farnar að fljúga í innanlandsfluginu innan sjö til átta ára. 9. júní 2020 23:24
Samfylkingin vill rafvæðingu flugsins á samgönguáætlun Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt til á Alþingi að rafvæðing styttri flugferða verði strax sett inn á samgönguáætlun. Fyrsti flutningsmaður, Albertína Elíasdóttir, segir raunhæft að innanlandsflugið verði rafvætt á næstu fimm til átta árum. 10. júní 2020 23:33