Galið að sjómenn þurfi að semja við vinnuveitendur sjálfir án aðkomu stéttarfélaga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2020 13:00 Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélag Íslands Vísir/Vilhelm „Það skal liggja fyrir að fiskverkssamningur milli útgerðar og áhafnarinnar og ef hann næst ekki er því vísað til Verðlagsstofu en því miður held ég að þetta sé víða svona að það séu ekki virkir samningar milli sjómanna og útgerðar,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands í samtali við fréttastofu Vísis. Áhöfn rækjuskipsins Berglínar GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. „Það er galið að sjómenn eru í engri samningsaðstöðu til að vera að semja við sinn vinnuveitenda sjálfir og stéttarfélögin fá ekki að koma að þessu. Þetta er ekki jafn leikur. Ég skil ef menn sigla í land ef þeir eru ekki að fá fiskverkssamning og síðan er fiskverð lækkað sem þeir höfðu áður. Þetta er það sem sjómenn lifa með hvern dag. Þetta er bara flott hjá þessum strákum,“ segir Bergur. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin hafði fengið veður af því á föstudag að útgerðin Nesfiskur hygðist ekki gera upp laun samkvæmt samningi við skipverja. Þegar þeir hafi svo rætt við stjórnendur útgerðarinnar var þeim bent á að fara í kæruferli, sem getur tekið marga mánuði. „Þá þurfa þeir að kæra það til Verðlagsstofu og það tekur sinn tíma. Maður veit ekki hvernig það endar,“ segir Bergur. Hann segist halda að þetta sé mjög algengt. „Ég held að þetta sé mjög algengt og ég held að það sem er að gerast núna í þessum kjaraviðræðum sem eru í gangi hjá stjórnvöldum og koma að breyttu umhverfi um fiskverð fyrir sjómenn að það þarf að vera eðlilegra heldur en það er í dag.“ „Þessi lög og þessar reglur sem Verðlagsstofa býr við í dag eru ófullkomin og það þarf að laga þetta umhverfi fyrir verðlagsstofu þannig að það sé hægt að vinna þetta eins og menn. Þetta er ferlega lokað bæði fyrir stéttarfélög og sjómenn að sjá hvernig verðið er á fisknum sem við flytjum út. Því miður.“ Áhöfn ekki boðuð á bókaðan kjarafund Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipta Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund með stjórnendum Nesfisks í næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Bergur segir ekki óeðlilegt að útgerðin sé í kjaraviðræðum við áhöfn annars bátsins en ekki hins. „Það er gerður fiskverkssamningur fyrir skipið við áhöfnina þótt að það sé gert í sitthvoru lagi. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt. En það er nógu óeðlilegt að þessu skipi sé lagt og fari ekki á rækju.“ „Ég ætla ekkert að lesa of mikið í það að önnur áhöfnin hafi verið kölluð á fund,“ segir Bergur. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að sjómönnum verði sagt upp í framhaldinu. „Það er nú alveg galið ef að útgerðarmenn ætla að pönkast í sjómönnum af því að þeir vilja fá rétt laun.“ „Nei, ég held að þessi útgerð fari ekkert í það, hún verður bara að taka slaginn við sjómenn. Það verður bara að bíta í það að þarna eru sjómenn sem að standa á sínu og vilja bara fá fiskverkssamning og þá bara þurfa þeir að gera fiskverkssamning við þá.“ Ekki náðist í áhöfn Berglínar þegar fréttastofa reyndi að ná tali af þeim í morgun. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður skipsins, birti færslu á Facebook í gær þar sem hann fór yfir stöðu mála. Þá vildi Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann. Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
„Það skal liggja fyrir að fiskverkssamningur milli útgerðar og áhafnarinnar og ef hann næst ekki er því vísað til Verðlagsstofu en því miður held ég að þetta sé víða svona að það séu ekki virkir samningar milli sjómanna og útgerðar,“ segir Bergur Þorkelsson formaður Sjómannafélags Íslands í samtali við fréttastofu Vísis. Áhöfn rækjuskipsins Berglínar GK 300 tók í gær einróma ákvörðun um að fara ekki aftur á veiðar eftir að í ljós kom á mánudag að laun skipverja hefðu verið lækkuð um 35% án samráðs. „Það er galið að sjómenn eru í engri samningsaðstöðu til að vera að semja við sinn vinnuveitenda sjálfir og stéttarfélögin fá ekki að koma að þessu. Þetta er ekki jafn leikur. Ég skil ef menn sigla í land ef þeir eru ekki að fá fiskverkssamning og síðan er fiskverð lækkað sem þeir höfðu áður. Þetta er það sem sjómenn lifa með hvern dag. Þetta er bara flott hjá þessum strákum,“ segir Bergur. Áhöfnin ákvað að fara ekki aftur til veiða fyrr en lækkunin á umsömdum launum yrði leiðrétt eða hún fengi í það minnsta vilyrði um að þau yrðu það. Áhöfnin siglir nú frá Siglufirði til Njarðvíkur með tóman bát. Áhöfnin hafði fengið veður af því á föstudag að útgerðin Nesfiskur hygðist ekki gera upp laun samkvæmt samningi við skipverja. Þegar þeir hafi svo rætt við stjórnendur útgerðarinnar var þeim bent á að fara í kæruferli, sem getur tekið marga mánuði. „Þá þurfa þeir að kæra það til Verðlagsstofu og það tekur sinn tíma. Maður veit ekki hvernig það endar,“ segir Bergur. Hann segist halda að þetta sé mjög algengt. „Ég held að þetta sé mjög algengt og ég held að það sem er að gerast núna í þessum kjaraviðræðum sem eru í gangi hjá stjórnvöldum og koma að breyttu umhverfi um fiskverð fyrir sjómenn að það þarf að vera eðlilegra heldur en það er í dag.“ „Þessi lög og þessar reglur sem Verðlagsstofa býr við í dag eru ófullkomin og það þarf að laga þetta umhverfi fyrir verðlagsstofu þannig að það sé hægt að vinna þetta eins og menn. Þetta er ferlega lokað bæði fyrir stéttarfélög og sjómenn að sjá hvernig verðið er á fisknum sem við flytjum út. Því miður.“ Áhöfn ekki boðuð á bókaðan kjarafund Berglín er annað tveggja rækjuveiðiskipta Nesfisks og fékk áhöfn hins skipsins boð á fund með stjórnendum Nesfisks í næstu viku. Áhöfn Berglínar fékk hins vegar ekki boð á sama fund. Bergur segir ekki óeðlilegt að útgerðin sé í kjaraviðræðum við áhöfn annars bátsins en ekki hins. „Það er gerður fiskverkssamningur fyrir skipið við áhöfnina þótt að það sé gert í sitthvoru lagi. Það þarf ekkert að vera óeðlilegt. En það er nógu óeðlilegt að þessu skipi sé lagt og fari ekki á rækju.“ „Ég ætla ekkert að lesa of mikið í það að önnur áhöfnin hafi verið kölluð á fund,“ segir Bergur. Þá segist hann ekki hafa áhyggjur af því að sjómönnum verði sagt upp í framhaldinu. „Það er nú alveg galið ef að útgerðarmenn ætla að pönkast í sjómönnum af því að þeir vilja fá rétt laun.“ „Nei, ég held að þessi útgerð fari ekkert í það, hún verður bara að taka slaginn við sjómenn. Það verður bara að bíta í það að þarna eru sjómenn sem að standa á sínu og vilja bara fá fiskverkssamning og þá bara þurfa þeir að gera fiskverkssamning við þá.“ Ekki náðist í áhöfn Berglínar þegar fréttastofa reyndi að ná tali af þeim í morgun. Ingi Þór, fyrsti stýrimaður skipsins, birti færslu á Facebook í gær þar sem hann fór yfir stöðu mála. Þá vildi Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks í Sandgerði ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann.
Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira