Dánargjafir skipta máli Gréta Ingþórsdóttir skrifar 18. júní 2020 13:00 Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og fremst í því að standa við bakið á fjölskyldum barna með krabbamein en 12-14 börn greinast með krabbamein á Íslandi á hverju ári. Yfirleitt þarf a.m.k. eitt foreldri að taka sér frí úr vinnu og stuðningur vinnuveitenda og rétturinn til greiðslna úr sjúkrasjóðum er afar mismunandi. Sumir geta orðið fyrir verulegu tekjutapi. SKB greiðir fyrir sálfræðiaðstoð og aðra heilsurækt, bæði andlega og líkamlega, fyrir börnin sjálf, foreldra þeirra og systkini að 18 ára aldri. Félagið á tvær íbúðir fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna meðferðar barna sinna. Fjölskyldur í félaginu hafa forgang um dvöl í þeim en þeim er ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna ef SKB-fjölskyldur þurfa ekki á þeim að halda. Félagið greiðir ferðakostnað fyrir lækna og hjúkrunarfólk í krabbameinsteymi Barnaspítala Hringsins til að sækja ráðstefnur, fræðslu- og samráðsfundi erlendis og hefur komið að kostun sambærilegra viðburða sem haldnir eru hér á landi. Á þarsíðasta ári var stærsta einstaka framlag til félagsins dánargjöf sem það fékk ásamt tveimur öðrum líknarfélögum, ríflega 20 mkr. Slíkar gjafir geta því skipt verulegu máli í starfi félags eins og SKB. Þegar félaginu var komið á laggirnar árið 1991 og átti ekki neitt var efnt til stórrar söfnunar í sjónvarpi og um svipað leyti barst félaginu rausnarleg gjöf þegar Sigurbjörg Sighvatsdóttir arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún sat í óskiptu búi sínu og Óskars Th. Þorkelssonar. Óhætt er að segja að þetta tvennt, sjónvarpssöfnunin og hin stóra dánargjöf, hafi lagt grunninn undir félagið. Sá grunnur hefur verið vel ávaxtaður og við hann hefur auðvitað bæst en án hans hefði stuðningur félagsins við börn með krabbamein ekki orðið eins myndarlegur og hann hefur verið. Ekki er í raun svo langt síðan það voru aðeins afar fáir Íslendingar sem náðu að safna eignum og sjóðum umfram fasteign, innbú og bíl. Nú eru margir í góðum efnum á efri árum og jafnvel afkomendur þeirra líka og þeir gætu hugsað sér að styrkja málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Dánargjöf kann þá að vera góður kostur og þess verður að kynna sér gaumgæfilega. Líknarfélög eru undanþegin erfðafjárskatti, þannig að dánargjafir renna óskertar til starfsemi þeirra og koma sér ævinlega vel. Höfundur er framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun