Maður sem sendi nektarmyndir af fyrrverandi í 60 daga fangelsi Andri Eysteinsson skrifar 18. júní 2020 17:44 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vesturlands. Vísir/Vilhelm Landsréttur ákvarðaði í dag að dómur yfir manni, sem sekur er um að hafa sent nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar, standi óraskaður. Dómur féll í málinu fyrir Héraðsdómi Vesturlands 29. maí 2019 og var ákærði þá sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og dæmdur til 60 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 250.000 króna til brotaþola. Maðurinn hafði játað að hafa sent skilaboð sem innihéldu þrjár nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar í mars 2017 en sambandi þeirra hafði lokið árið áður. Ákærði sagðist hafa sent myndirnar til vinkonunnar til þess að freista þess að fá frið frá vinkonum fyrrverandi kærustu sinnar en ákærði sagði vinkonurnar hafa ráðist á sig í tvígang eftir sambandsslitin. „Kvaðst hann telja að umræddar árásir á hann hefðu verið að undirlagi brotaþola, þótt hann gæti ekkert um það sannað. Eftir þetta hefði hann verið í miklu uppnámi og verið hræddur um að hann fengi ekki frið. Hefði hann því sent þessar myndir til B og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði,“ segir í dómnum sem má lesa í heild sinni hér. Í dómi landsréttar kom fram að myndirnar sem um ræðir hafi kærastan fyrrverandi sent ákærða í trúnaði á meðan að á sambandi þeirra stóð. Við sambandsslitin hafi þau komið sér saman um að myndunum yrði eytt. Í dómi segir að „óumdeilt sé að háttsemi ákærða var í heimildarleysi brotaþola og var hún til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar.“ Því hafi áfrýjaði dómurinn verið staðfestur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira
Landsréttur ákvarðaði í dag að dómur yfir manni, sem sekur er um að hafa sent nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar, standi óraskaður. Dómur féll í málinu fyrir Héraðsdómi Vesturlands 29. maí 2019 og var ákærði þá sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi og dæmdur til 60 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar og greiðslu 250.000 króna til brotaþola. Maðurinn hafði játað að hafa sent skilaboð sem innihéldu þrjár nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni til vinkonu hennar í mars 2017 en sambandi þeirra hafði lokið árið áður. Ákærði sagðist hafa sent myndirnar til vinkonunnar til þess að freista þess að fá frið frá vinkonum fyrrverandi kærustu sinnar en ákærði sagði vinkonurnar hafa ráðist á sig í tvígang eftir sambandsslitin. „Kvaðst hann telja að umræddar árásir á hann hefðu verið að undirlagi brotaþola, þótt hann gæti ekkert um það sannað. Eftir þetta hefði hann verið í miklu uppnámi og verið hræddur um að hann fengi ekki frið. Hefði hann því sent þessar myndir til B og látið fylgja að hann vildi að þær létu hann í friði,“ segir í dómnum sem má lesa í heild sinni hér. Í dómi landsréttar kom fram að myndirnar sem um ræðir hafi kærastan fyrrverandi sent ákærða í trúnaði á meðan að á sambandi þeirra stóð. Við sambandsslitin hafi þau komið sér saman um að myndunum yrði eytt. Í dómi segir að „óumdeilt sé að háttsemi ákærða var í heimildarleysi brotaþola og var hún til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar.“ Því hafi áfrýjaði dómurinn verið staðfestur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Sjá meira