Kvenréttindi um allan heim Brynhildur Bolladóttir skrifar 19. júní 2020 09:30 Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Brynhildur Bolladóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um leið og við fögnum kvenréttindadeginum og öllum þeim árangri sem náðst hefur hér á landi í baráttu fyrir jafnrétti eru milljónir kvenna sem þurfa enn að þola mismunun af ýmsu tagi og fá ekki þau tækifæri sem okkur bjóðast. Á dögum sem þessum hugsa ég til systra minna um allan heim sem standa ekki jafnfætis karlmönnum, einungis vegna kynferðis síns. Verkefnin eru ærin. Í Sómalíu eru um 98% stúlkna umskornar á aldursbilinu 5-11 ára. Ástæður þessarar skaðlegu siðvenju eru mismunandi milli samfélaga. Sums staðar eru stúlkur sagðar „hreinni” ef þær eru umskornar og annars staðar eru stúlkur umskornar til að tryggja að þær geti ekki stundað kynlíf fyrir hjónaband. Þá er þetta oft partur af helgiathöfn sem talin er nauðsynlegur hluti af menningu og sjálfsmynd samfélaga. Í kórónuveirufaraldrinum, þegar fólk hefur haldið sig heima og einangrast meira, hefur það sýnt sig að súlkur eru enn útsettari fyrir umskurði þar sem fólk sem hagnast á því að framkvæma þessar óafturkræfu aðgerðir hefur nýtt sér ástandið. Fólk gengur hús úr húsi og framkvæmir aðgerðina, oft með hrikalegum afleiðingum og erfiðum ef ekki lífshættulegum fylgikvillum. Þá eru óupptaldir sálrænir erfiðleikar sem fylgja slíku inngripi. Undirstaða baráttunnar gegn umskurði er að tryggja að samfélögin hafi aðgang að réttum upplýsingum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins leggja áherslu á að vinna með samfélögum og veita fræðslu um skaðsemi umskurðar. Umskurður er ekki siðvenja sem aðeins karlmenn þrýsta á. Konur eiga mikinn þátt í að viðhalda venjunni. Konur framkvæma aðgerðina, mæður hvetja dætur sínar til að gangast undir hana og í mörgum tilfellum vilja dæturnar það sjálfar því þær vilja ekki vera öðruvísi en aðrar stúlkur í samfélaginu, vilja ekki eiga minni möguleika á að giftast og finnst það jafnvel heiður að vera umskornar. Mikið traust er lagt á trúarleiðtoga og höfðingja í samfélögum Sómalíu og því er nauðsynlegt að taka umræðuna við þá og tryggja að þeir hafi allar upplýsingar, til að mynda um þær skelfilegu afleiðingar sem umskurður getur haft og áhrifin, bæði líkamleg og andleg, sem hann hefur á líf stúlkna og kvenna. Þá benda sjálfboðaliðar á fleiri leiðir til að fagna kynþroska stúlkna, s.s. með dansi, tónlist og gjöfum. Eitt af undirmarkmiðum fimmta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti kynjanna, er að útrýma umskurði kvenna fyrir árið 2030. Það verður fyrst og fremst gert með fræðslu í heimabyggð, fræðslu sem Rauði krossinn sinnir. Þú getur hjálpað okkur að efla hana enn frekar með því að styðja við verkefni okkar í Sómalíu. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun