Leggur skóna tímabundið á hilluna til að berjast fyrir réttlæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júní 2020 17:00 Montgomery mun ekki fara á vítalínuna á næstunni þar sem hún hefur lagt skóna tímabundið á hilluna. Rich von Biberstein/Getty Images Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins. Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Hin 33 ára gamla Renee Montgomery mun ekki taka þátt í WNBA-deildinni í körfubolta í ár. Mun hún beita sér fyrir réttlæti í Bandaríkjunum í staðinn. Óeirðir og mótmæli undanfarnar vikur í Bandaríkjunum í kjölfar dauða George Floyd eru helsta ástæða þess að Montgomery hefur ákveðið að láta að sér kveðja utan vallar frekar en innan. BBC greinir frá. Montgomery, sem leikur nú með Atlanta Dreams, hefur tvívegis orðið WNBA-meistari með Minnesota Lynx, árin 2015 og 2017. Nú hefur hún ákveðið að leggja skóna á hilluna – tímabundið allavega – og sinna málefnum sem hún telur mikilvægari en körfubolta. The work everyone s been talking about? This is the work. And I m ready for it. When the W comes back, @itsreneem_ won t be there.https://t.co/npeSrwjbc6— The Players' Tribune (@PlayersTribune) June 18, 2020 „Þetta snýst um meira en körfubolta. Hjarta mitt er annarsstaðar en á vellinum,“ sagði Lynx í viðtalinu við BBC. Eitt af hennar helstu málefnum eru kosningar í Atalanta-ríki. Hefur borið á kvörtunum vegna kosningakerfisins, þá aðallega í hverfum sem eru skipuð svörtu fólki. Montgomery vill aðstoða fólk sem vill nýta kosningarétt sinn en hefur ekki fengið tækifæri til þess. Stofnaði hún góðgerðarsamtök undir lok síðasta árs. „Ég vill láta gott af mér leiða og vonandi næ ég að koma á jákvæðum breytingum,“ sagði Montgomery um stofnun samtakanna. „Að missa öryggið sem körfuboltinn veitir mér er mjög ógnvekjandi. Ég trúi því samt að hvað sem gerist þá sé þetta rétt ákvörðun,“ sagði Montgomery að lokum. I spoke with Renee Montgomery (@itsreneem_) this morning to talk about her decision to sit out the upcoming WNBA season. Everyone has been saying that you can t fix systemic racism overnight. But I can pour gasoline on this social justice reform."https://t.co/NziSPRLYpX— Chris Kirschner (@ChrisKirschner) June 18, 2020 Bæði þjálfari og framkvæmdastjóri Atlanta Dreams styðja við bakið á leikmanninum. „Ég er mjög stolt af Montgomery og ástríðu hennar fyrir stofnuninni sinni, hennar starfi í samfélaginu og möguleikum hennar til að styðja við Black Lives Matter hreyfinguna,“ sagði Nicki Collen, þjálfari liðsins. „Við styðjum við bakið á starfi Renee utan vallar og vitum að hún getur komið á breytingum í Atlanta sem og víðar í heiminum,“ sagði Chris Sienko, framkvæmdastjóri félagsins.
Körfubolti NBA Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira